18.04.2013 10:59
Gistihúsið
Góðan daginn Kæru vinir.
Við erum alls ekki hætt við gistiheimilið okkar. En ýmsar ásæður eru fyrir því að þessu seinkar í að minnsta kosti ár. Atvinnuleysisdraugurinn gerði vart við sig og samtals hefur húsbóndinn verið án atvinnu í 9 mánuði frá því ég skrifaði síðast. Hann hefur verið iðinn við að smíða og setja upp milliveggi, einangra og fleira. EN þegar atvinnan er engin skortir fé. Þannig er það bara og nú er hann búinn að smíða og nota það sem til var.
En atvinnan í fyrirtækinu er kominn í gang og nú horfir til betri vegar. Nú er vinur okkar að smíða gluggana í "stofuna" Þar sem bílskúrshurðin er núna. Vonandi tekst fyrirtækinu Fúsa ehf að fá enn fleiri verk en þeir eru með vinnu fram í september eins og er.
En auðvitað er margt eftir. Slétta gólf og leggja gólfefni, sparsla og mála veggi, kaupa hurðir og innréttingar..en sumt er til og við erum með mikið af eldri innanstokksmunum sem verða notuð óspart og munu gefa þessu húsnæði skemmtilegan blæ að mínu áliti.
Svo, bara svona rétt að láta ykkur vita að draumurinn um Gistiheimilið í Heiðarbæ lifir góðu lífi.
Kærar kveðjur til ykkar sem eru enn að kíkja á síðuna mína :)
Ykkar Silla.
Ps. Og síðan 123.is/ heiðarbær er líka á sínum stað með bloggfærslum sem ég hef gaman af að glugga í. Fínasta dagbók.
28.03.2012 18:15
Gistiheimili Sillu á Stafnesi.

12.10.2011 14:33
GÓMAR

Það getur reynst þrautin þyngri að þurfa að fá sér falskar tennur. Gunni hafði haft tannpínu í síðustu fimm tönnunum í neðri góm og sprakk á limminu fyrir ári og lét rífa þær úr sér..Falskar skyldu upp í hann einn, tveir og þrír..STRAX. Það gekk nú ekki vel..Nei aldeilis ekki..Þær voru oftar en ekki í brjóstvasanum. Einn daginn kom hann heim úr vinnu og greip um vasann..engar tennur..humm..Ég lofaði að aðstoða hann og saman fórum við inn í fyrirtæki og byrjuðum að leita..Lágu þær ekki sakleysið uppmálað á planinu..brotnar í mjél..Hann hafði misst þær og bakkað yfir þær svo!!
TANNSMIÐURINN FÉKK AUKAVINNU
Og hann smíðaði nýjar, heldur voru þær skárri og þó..oftar en ekki fengu þær að hvílast í vösunum, á náttborðinu, á mælaborðum bílanna eða týndust um lengri eða skemmri tíma.
Við skruppum svo til Danmerkur til fjölskyldunnar sem við eigum þar..Fórum svo í ferðalag um Noreg og Svíþjóð..allt gekk vel í tannlegu tilliti þar til við vorum að koma aftur til Lisabild til krakkanna..Ég vildi ólm stytta mér leið og taka ferju yfir Fynshafið..gott og blessað..við þurftum að bíða aðeins eftir ferjugreyinu..Gunni vildi fá sér "smá"blund í bílnum á meðan á biðinni stæði..Hendurnar fálmuðu eftir tönnunum góðu..hann hugðist setja þær á sinn vanastað..í brjóstvasann..

OG TANNSI FÉKK ENN MEIRI VINNU

15.08.2011 09:02
Gestagangur





12.08.2011 08:10
Beggó og Gunni





05.08.2011 09:51
BEGGÓ


31.07.2011 09:34
Aftur og aftur



16.03.2010 20:23
Tíminn.
04.02.2010 18:18
Halló!
15.01.2010 09:04
Janúarkveðja.

03.01.2010 15:16
Gleðilegt nýtt ár.
14.12.2009 20:15
Jólin koma.

29.11.2009 14:41
Fyrsti snjórinn.
21.11.2009 18:32
Erilsamir dagar.
15.11.2009 04:34
Mamma mín.
Erfiðir tímar hjá mér.
En lífið heldur áfram og nú erum við elsti hlekkurinn! En ég er erlendis og það kemur í hlut systkyna minna fjögurra að tala við prest og ákveða allt. Endalaust er ég þakklát henni Erlu minni fyrir allt sem hún hefur gert! En nú er kominn háttatími hér í Jacks.
Góða nótt.