26.02.2007 22:32

Um daginn og veginn....

Jæja nú er búið að opna Franska safnið í Fræðasetrinu í Sandgerði. Ég á reyndar eftir að skoða en það mun líklega gefast tími því því er ætlað  að standa yfir í mörg ár. Flott viðbót við flóruna á Garðvegi 1.

Hann ætlar ekki að fara þessi kuldaboli sem hefur verið hjá okkur undanfarið. Reyndar hefur verið fallegt veður og frekar stillt.  En núna er átta stiga frost. Í gær vorum við Jóhanna að raða timbri fyrir utan Heiðarbæ og flott að fá smá hjálp. Líka skemmtilegra að vera tvær. Við vorum að giska á að um það bil 200 bílar hafi keyrt framhjá á þessum klukkutíma. Þvílík traffik, allir að skoða Wilson vesin, allavega flestir. Hrefna og Viðar kíktu en ekkert fengu þau kaffið. Ég þarf að fara með kaffivél í kotið svo ég geti tekið á móti gestum að góðum sveitasið! Svo skoðuðu Ómar og Gyða húsið og leist vel á.
Það er svo mikið að gera hjá Gunna og Fúsa að enginn aukastund hefur gefist fyrir Heiðarbæinn. Þetta kemur bara með kalda vatninu eða þannig. Það fer ágætlega um okkur í Bjössahúsi. Hann hefur ekkert talað um að henda okkur út ennþá  ha ha.
Konný var hjá mér rétt áðan og við vorum á netinu og allstaðar að spá í hlutunum vegna stóra atburðarins sem á að gerast í vor. Þá ætlar vinur okkar til sautján ára David Rose að giftast sinni heittelskuðu í Hvalsneskirkju. Nánar tiltekið 26. mai. Það er von á hópi fólks með þeim svo við höfum um nóg að hugsa.
En við erum ekki ein um undirbúning. Maddý og fleiri hjálpa til. Maddý og Gísli ætla að lána Glaumbæinn og þar verður margt um manninn í mai. Það verður ekki amalegt fyrir Ameríkubúana að gista þar.

Jæja fer að koma mér og karli í háttinn.

Hafið það öll sem best.


Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 97763
Samtals gestir: 19823
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:30:41