17.03.2007 14:13

Slydda.


Maður fer nú að verða svolítið þreyttur á veðráttunni. Enn á ný snjókoma eða slydda og ekki hundi út sigandi. Týra greyið rétt skreppur og kemur svo inn skjálfandi. Hún er sko hundur. Reyndar sagði Bjössi bróðir fyrst þegar hann sá hana fyrir nærri þremur árum: Þetta er ekki hundur, þetta er undur!  En hún er smá og Bjössi og Ölli eru bestu vinir hennar. Nú er 30 stiga hiti í Flórida þar sem þau eru núna Maddý Gísli og Ölli. En þau missa ekki af neinu í veðurfarslegu tilliti. Ónei..En annars spáir björtu á morgun. Nóg af veðri.
Var í morgun á K-listafundi. Þar komu saman vel flestir sem skipuðu listann í kosningunum á sl.ári, ásamt öðrum sem starfa fyrir K-listann. Þessir fundir á nokkurra mánaða fresti eru mjög gagnlegir og upplýsandi. Margir á listanum eru formenn nefnda og fróðlegt að heyra hvernig gengur. Það er ótrúlegt hvað þessi baktería endist þó maður sé hættur! Jæja best að fara að gera eitthvað í Heiðarbænum. Gunni er meira að segja heima aldrei þessu vant. Sólrún og Óskar eru að fara til Egyptalands á morgun. Það hlýtur að vera áhugavert og kannski á maður eftir að fara á þær slóðir seinna. Jæja þetta var dagbókin fyrrihluta dags laugardaginn 17.mars!!!!
Góða helgi öll sömul.
Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101545
Samtals gestir: 20561
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:56:12