21.03.2007 13:25

Netið og netframtöl.


Í dag er síðasti dagur framteljenda á netinu. En það er hægt að fá smá frest. Það er einn af kostum netvæðingarinnar að hægt skuli að telja fram á netinu. Og það hvað skattayfirvöld hafa gert allt auðveldara í kring um þau mál.
Ég sendi inn fyrir elstu kynslóðina og allt kemur forskráð og það þarf bara að samþykkja og senda. Þvílíkar framfarir. Ég finn það vel því í mörg ár hef ég gert skýrslur fyrir vini og ættingja. Og maður var að leggja saman og reikna vexti og afborganir, tína allt saman ofl. Nú sjá bankarnir um það fyrir fólk sem stendur í slíkum málum. Meirihluta þjóðarinnar líklega. Eina sem ég þarf að vinna svolítið hjá okkur persónulega er húsbyggingarskýrslan. Já netið er bylting. Eins og t.d. blogg og slíkt. Gott tæki til skoðanaskipta eða bara eins og mitt hérna í léttum dúr með ívafi. En eitt er það sem gæti skemmt fyrir bloggfólki eins og mér og fleirum.  Það ef fólk skrifar ekki undir nafni. Það finnst mér lélegt. Fólk hefur sem betur fer ólíkar skoðanir á ýmsu en lágmark er að skrifa undir nafni. Reyndar hefur enginn nafnlaus komið inn hjá mér en ég hef séð þetta sumstaðar og þá oft þegar fólk er með hálfkveðnar vísur.

Já best að koma sér að verki, segi þetta gott í bili. Farið gætilega með ykkur.
Það er úti veður vont einu sinni enn. Kveðja.
Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101165
Samtals gestir: 20456
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:35:13