11.04.2007 10:10

Umhleypingar..

 
Jæja veturinn er ekki búinn enn. Í gær var bara komið vor en núna er hífandi rok og rigning. Reyndar snemma í morgun um kl.sex var svo fallegur himininn og næstum logn. Já himininn var rauðglóandi og sólin að koma upp fyrir fjórum tímum!
Er ekki sagt, morgunroðinn væti..kvöldroðinn bæti? Eða hefur maður það bara eftir því sem maður óskar eftir í hvert sinn. Jæja það var steypt plata á þríbýlishúsinu við Ásabraut í gær. Og nú eru strákarnir (Fúsi ,Gummi og tveir pólverjar) farnir upp í Steingrímsstöð að taka saman eftir sandblásturinn og málninguna. Það er svona aðeins til umhugsunar að þeir hafa verið að gera upp eina af elstu virkjunum landsins svona mitt í allri umræðunni um virkjanir. En það er víst nokkurra daga vinna að taka allt niður eins og að setja það upp. Allt er þetta upp frá unnið fyrir Landsvirkjun. Gunni er í sendingum á vörubílnum með einhver risatæki sem voru unnin í Sandgerði hjá þeim og koma við á leið sinni til virkjunarinnar í Héðni eða einhverju slíku fyrirtæki (renniverkstæði). Svo það er nóg að gera og ég veit ekki hvort nokkur verður í mat í dag hjá mér. Þess vegna er ég svona sallaróleg. Ég hef verið að dunda mér undanfarið í Heiðarbænum en Gunni hefur ekki komist nema á páskadag. Allt hefur sinn tíma og þýðir ekkert að vera að skæla yfir því. 

Ég er í sjúkraþjálfuninni á fullu og fer annann hvern dag. Það gerir mér pottþétt gott og bætir þessi lappagrey sem hafa reyndar ekki náð sér að fullu eftir brotin fyrir þrem og fjórum árum..plús úlnliðsbrotið..En ég er á góðri leið.
Jæja núna er ég að bíða eftir póstinum áður en ég fer inn í Fúsa ehf. Pósturinn kemur flesta daga milli tíu og ellefu. Þá fæ ég Moggann minn (málgagnið hans Sigga ha ha). Mér finnst hann reyndar líka fínn og finnst vanta eitthvað ef ég fæ ekki blaðið annaðslagið ,allavega. Reyndar var ég umboðsmaður í fimm ár og bar út í miklu fleiri ár. Við þá iðju ökklabrotnaði ég hjá Halldóru á Flankastöðum þegar ég var að hlaupa í skarðið fyrir Jóhönnu. Ekki get ég samt argast út í Moggagreyið!!

Jæja nóg af bulli í bili börnin mín!!! Bestu kveðjur..
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101615
Samtals gestir: 20569
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 21:10:04