13.04.2007 22:49

Að telja upp á tíu..


Ég er alveg brjáluð..nei segi nú svona en...Það eru heilbrigðismálin eða réttara sagt læknamálin í þjóðfélaginu.
Tengdaforeldrar mínir eru bæði veik. Sigfús búin að vera mikið veikur með flensu eða bronkítis. Bara mikið lasinn karlgreyið. Svo er hún (Jóhanna) orðin svo veik að hann svaf ekkert sl. nótt út af áhyggjum af henni. Hún á erfitt með að anda þegar hún leggst út af. Þau eru búin að hafa samband við lækna á heilsugæslunni, fyrst vegna hans og þá átti hann að koma með þvagprufu annars væri ekki hægt að ávísa sýklalyfjum og sama með hana, bara koma á heilsugæsluna og bíða eftir að fá að tala við lækni.

 Þarna kem ég loks að efninu. Þvílík afturför frá því hægt var að fá lækni til að koma heim og meta ástandið. Ég hringdi áðan og talaði við lækni á vaktinni og það var það sama..bara panta sjúkrabíl og koma með þau..Ég sagði honum öskuvond að mér fyndist að læknir ætti að koma heim til þeirra. Hann ætti að meta hvort þau þyrftu að fara á sjúkrahús með hraði. En nei tad er ekki tannig sagði hann blessaður. Vid ekki koma heim.....Ég veit að þetta er ekki honum að kenna og ég veit líka að maður á að telja upp á tíu áður en maður segir eitthvað. en..kostar það þjóðfélagið meira að læknir komi í vitjun nokkra kílómetra leið heldur en kalla út allt sjúkragengið.
 Nú eru það því orðin forréttindi að vera á dvalarheimili eða hjúkrunarheimili því þar er þó læknir til staðar á vissum tímum. Svo er verið að tala fagurlega um að fólk fái að eyða síðustu æfiárunum heima. Já já..
Ég tala ekki bara út í loftið, ég var búin að vera það mörg ár í stjórn D.S.

En ég ætla að reyna að skrifa um eitthvað annað allavega meðan þau gömlu hringja ekki. Þau vilja sko ekki fara í sjúkrabílinn..skiljiði..
Það var mikið að gerast í Heiðarbænum. Áfram smíðað og Hannes að hjálpa okkur.Svo kom Fúsagengið að austan og allir glorhungraðir.Svo ég hafði nóg að gera í eldhúsinu og við hjúin komum ekki heim fyrr en að verða tíu.
Svo er auðvitað unnið á morgun svo ég tók út þessa fínu ýsu handa liðinu..
Jæja ég er að ná mér niður..Sofið rótt.
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 101632
Samtals gestir: 20578
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:31:35