15.04.2007 09:37

Fuglasöngur..



Jæja nú vaknar maður við fuglasöng svo það hlýtur að fara að koma vor. Það er tjaldur hér út um allt og fleiri tegundir eru að láta heyra í sér. Nú er sunnudagur og ég þarf ekki að elda í liðið mitt. Ekki nema okkur Gunna og ef veðrið helst þokkalegt þá grillum við í kvöld. Það hefur verið nóg að gera undanfarið og 15 manns voru í mat hjá mér í gær..Jæja ég meina samtals bæði í hádegis og kvöldmat. Það er verið að byrja að undirbúa að reisa á Ásabrautinni og það eru Litháar sem fylgja frá verksmiðjunni og sjá um að allt sé eins og það á að vera.

Hannes hefur verið að hjálpa okkur í Heiðarbænum hverja frístund undanfarið. Gunni hefur verið fastur í öðru en í dag höfum við tíma. Jæja það er komin miður apríl og tíminn flýgur áfram. Við sem ætluðum að vera flutt í maí. En það kemur bara í ljós hvort það tekst.

Nú er Bandaríkjafólkið, brúðhjónin og fleiri farin að telja dagana og það þarf að fara að hnýta alla lausa enda. Það stendur til að fara í smá ferðalag um Suðurland og við erum að leita að gistingu eina nótt í ferðinni. Vildum helst vera undir Eyjafjöllum eða þar um slóðir en það er erfitt að ná sambandi við suma þjónustuaðila. Eru kannski enn í vetrarsvefni.
En það verður að komast á hreint sem fyrst.

Jamm og jæja í þetta sinn. Fleira seinna.
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 101267
Samtals gestir: 20481
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 10:29:19