17.04.2007 20:28

Wilson Muuga farinn.....


Nú er hann farinn blessaður. Ég horfði á hann togaðan út og það var frábært. Þetta gekk allt upp hjá björgunarmönnum sem eiga heiður skilinn. Hann eiginlega fór eins skyndilega og hann kom fyrir rétt fjórum mánuðum. Mikið er það nú gott. Enda sagði eigandinn í viðtali í dag að hann hafi fundið að Villa hefði liðið illa þarna og verið líklega illa séður! Svo Wilson renndi  bara rassinum mjúklega til sjávar og yfirgaf okkur við mikinn fögnuð áhorfenda. Svo hann verður ekki til sýnis út um stofugluggann í Heiðarbæ. Og ég er vissulega mjög ánægð með það.Vona bara að hann sigli meira fyrst hann hefur gengið í gegnum allt þetta blessaður. Endilega kíkið í myndalbúmið. Ég tók nokkrar myndir og svo eru margar á síðunni hjá Bjössa bróðir. Hann fór upp í Vita til að taka myndir.

Það gengur vel að reisa húsið við Ásabraut. Allt samkvæmt áætlun, ágætt veður og spáir vel í bili. Nóg að gera við að fóðra mannskapinn. Erla Jóna bakaði heilan helling af kökum. Það er í rauninni gert allt til að þeir hafi það sem best. Ég fór til Lindu í dag og Konný kom í heimsókn í vinnuna með guttana. Svenni og Inga úr Grindavik komu við. Þau voru að koma með húsbílinn sinn í viðgerð og Fúsi eldri var með þeim.

Ég fór með Jóhönnu tengdó á spítalann í gær og hún var lögð inn. Var með vatn í lungum , bjúg og mikla mæði kerlingaranginn.
Kannski hún minnki eitthvað reykingarnar..kannski borin von. Ég fór aðeins til hennar í morgun. Þá var verið að taka hjartalínurit ofl.
Ég segi þetta gott í dag. Hafið það sem best.
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 154
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 100874
Samtals gestir: 20376
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 13:04:14