24.04.2007 13:35

Krían er komin....


Nú er krían komin.. Mummi var að spyrja um kríuna. Hún sást á Hornafirði í gær. Svo þá styttist í sumarið. Og nú fer að styttast í samræmdu prófin í skólunum. Ég var trúnaðarmaður eða svona yfirsetja í fyrra, vorið 2006 í Grunnskólanum í Sandgerði og verð það aftur núna. Prófin standa yfir 2-3-4 og 7-8-9 maí n.k. Svo það er best að taka þá daga frá. Erla frá Menntamálaráðuneytinu hringdi í gær til að minna mig á þetta. Ég var nú að lesa í dag að það ætti að fella niður samræmdu prófin í framtíðinni. O.k það er seinni tíma mál. Þetta verður ágæt tilbreyting hjá mér núna og svo sendi ég vinnudýrin mín á Vitann. Fæ frí frá þeim um leið ha ha.

Og svo vill þannig til að það eru þrír fundir á vegum Verkalýðsfélagsins í þessari viku. Stjórnarfundur var í gærkvöld, aðalfundur á morgun og aðalfundur lífeyrissjóðsins Festu á fimmtudag..Var ég ekki að segja að ég væri hætt í svona stússi. Og nú eru feðgarnir Jón tengdasonur og Kalli pabbi hans byrjaðir á flísalögninni í Heiðarbæ. Eru náttúrulega bara á kvöldin og um helgar en það er orðið bjart til tíu þessa dagana. Ég fer að verða spennt. Og svo fer sturtan að koma frá Sturtu.is. Þeir lofuðu því allavega að hún kæmi seinnipartinn í apríl...

Það gengur vel í húsasmíðinni við Ásabraut en veðrið hefur verið að stríða þeim. Og Litháarnir sem komu með húsinu á vegum verksmiðjunnar eru harðduglegir. Borða líka vel hjá mér sem er gott, ekki er þá maturinn vondur he he. En það gengur upp og niður með pólverjana tvo sem eru í vinnu hjá Fúsa ehf. Gengur ekki nógu vel með þá að mér sýnist. Svona er bara lífið. Læt þetta duga í bili..Látið ykkur líða vel. Kveðjur.. 
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101067
Samtals gestir: 20426
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 19:04:39