17.05.2007 10:14

Nú fer þetta að smella...


Jæja nú fer þetta að smella á hjá okkur með Heiðarbæinn. Ég er svo þrjósk að ég ætla að flytja í maí og dagurinn er í dag. Uppstigningardagur.. ekki er nú alveg allt klárt en samt nóg til þess að ég ætla að sofa í nótt í Heiðarbæ. Og ég ætla að leyfa Gunna að lúlla hjá mér. Annars verðum við fyrst uppi á lofti í nokkra daga og flytjum okkur svo í réttu staðina smátt og smátt. Og ef eitthvað vantar er bara að skjótast í hina áttina við það sem við höfum verið að gera undanfarið. Bílskúrinn er alltaf til staðar og þetta gerist bara smátt og smátt. En prinsippinu skal náð. Flytja á aldrinum fimmtíu og eitthvað. Ég meina 29 m...þið skiljið..

Já kosningarnar fóru ekki alveg eins og ég vildi..Ég vildi fá Guðnýju Hrund á Alþingi. En koma tímar og koma ráð. Og hún er þó varaþingmaður. Og nóg um það í bili. Búið og gert...Já það er rétt hjá Erlu Jónu. Ég vil ekkert vera að skrifa of mikið um pólitík, það eru nógu margir um það. Og líka rétt hjá Konný að áhuginn er fyrir hendi en ég hef bara ákveðið að vera ekki með hann hér á þessum léttu eða blönduðu nótum mínum. Það er af svo mörgu að taka. Sjáið bara hvernig fór fyrir Birni Bjarna.. Alltaf að blogga um pólítík og er svo bara strikaður út karlanginnnnnn.


Jæja nú koma David og Stacey í fyrramálið og þá byrjar það vers. Það verður nóg að gera hjá okkur stórfjölskyldunni á næsu tveim vikum í brúðkaupsstandi og slíku. Á sunnudagsmorgun koma amk tíu manns í viðbót frá USA. Já og Dúna ég er með boðskort handa þér en ég ætla að geyma það þar til þú kemur suður. Jæja þó það sé helgidagur eru allir að vinna og ég sit hér í tölvunni í Fúsa og þarf að fara að huga að matnum í vinnudýrin mín..
Hafið það öll sem best elskurnar

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101451
Samtals gestir: 20526
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:46:35