15.06.2007 18:41

Í sambandi á ný...


Nú er síminn kominn í Heiðarbæ og þar með nettengingin. Og það liðu nákvæmlega fjórar vikur frá því við fluttum og þar til tókst að fá símakarlana blessaða til okkar..En hvað um það þetta er komið og ég sit með fartölvuna mína og blogga í fyrsta skipti í nýja húsinu okkar!!!!! Við fórum í gær í stangarveiði með góðum félugum úr VSFK og öðrum úr Starfsgreinasambandinu og það var meiriháttar gaman.Það var verið að stilla saman strengi fyrir samningaár framundan. Fórum svo öll og borðuðum fisk á Flösinni út í Garði. Það var flott og ég hef ekki áður komið þangað. Frábært hjá Garðmönnum.

En það gengur á ýmsu í Sandgerði þessa dagana og vinur minn Óskar fer ekki varhluta af því. En af því sem ég hef heyrt er ég ánægð með þessar ákvarðanir í bæjarstjórn og vona að þær verði bæjarfélaginu til góðs þegar fram líða stundir. En það er erfitt að taka erfiðar ákvarðanir þá fyrst reynir á. Og svo öruggt að ekki verða allir sammála eðli sínu samkvæmt. En ef fólk vinnur eftir sinni bestu samvisku sem ég veit að hefur verið gert þá skilar það sér að endingu.

Við höfum heyrt frá fólkinu í USA og það er í skýjunum með brúðkaupið og allt stússið. Og okkar frekar kalda Ísland heillaði þau sem ekki höfðu komið áður upp úr skónum. Ég þarf endilega að segja ykkur meira frá þessum tíma seinna. Það gerðist ýmislegt og aðalferðin kallast the four bus trip la la la. Jæja ég læt þetta duga í bili og er í sambandi...
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101155
Samtals gestir: 20451
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:07:42