18.06.2007 20:12

Úr litla húsinu....


Það er ótrúlegt hvað maður getur safnað að sér alls konar dóti. Ég var tvo tíma í skúrnum að tína saman, henda og hirða og svo ætla ég með rest í Rauða krossinn og gefa. Ég á eftir að koma afganginum hingað í Heiðarbæinn og ganga svo frá. Elín dóttir Bjössa ætlar að vera tímabundið í skúrnum. Hún er húsnæðislaus og er hjá pabba sínum núna. Hún getur alveg verið þarna með krakkana því það eru bara nokkrir metrar inn í hús ef eitthvað fer úrskeiðis.
Hún kannski finnur sér húsnæði fyrir veturinn.

Á morgun ætlar Konný að hjálpa mér í þessu og svo ætla ég líka að setja niður kartöflur eins og í gamla daga. Bara smá, til að fá splunkunýjar í haust. Núna er fuglasöngur og gott veður og ég nýt þess að hlusta um leið og ég pikka þetta.
 
Og mamma er búin að fá sér tölvu! Hún er bara einstök. Hún er nú bara 81 árs. Fyrst lærði hún á gemsan og sendir okkur börnunum skilaboð þegar hún þarf.
Svo við sögðum að fyrst hún gæti það gæti hún lært á tölvu. Og viti menn, hún er í miklum framförum og les nú bloggin okkar systkyna og ýmislegt. Það er mjög gott fyrir hana því hún er mikið heyrnarskert þótt hún sé með fullkomin heyrnartæki. Linda hefur verið að segja henni til. Svo er hún bara svo sjálfstæð að hún lærir smátt og smátt. Svo málar hún saumar og perlar þess á milli því hún hefur svo góða sjón. Ég á ótrúlega mömmu.

 Við sóttum þau mömmu tengdamömmu og tengdapabba á laugardag til að sýna þeim Heiðarbæinn og ég sá ekki betur en þeim líkaði vel. Reyndar þorði tengdamamma ekki upp á loft en hún fer næst þegar handriðið verður komið. Jæja nóg blaður í bili..
Líði ykkur sem best.

 

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 101284
Samtals gestir: 20484
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 15:32:22