07.07.2007 22:25

Stutt pössun....Hrafntinna í stuði.


Já ég var að passa Hrafntinnu og hélt að ég yrði hjá henni til 11-12. En foreldrarnir komu fyrr heim en ég hélt. En sú var nú í stuði..Sofa nei aldeilis ekki..bara leika amma! Sama þótt ég syngdi Siggi var úti og Afi minn og amma mín. Það var bara fjör og sama hvað ég reyndi..nei ekki sofa. En hún er skemmtileg sú litla og það var gaman hjá okkur og svo komu Linda og Jón og ég slapp við að koma dömu í rúmið.

Þau voru í giftingarveislu. Systir Jóns, Lilja var að giftast honum Alla (Arnlaugi Einarssyni).
Hann er sonur Einars í Hólshúsi og Kollu Kidda Lár svo ég tali Sandgersku ef t.d Mummi les þetta. Og ég skoðaði myndir sem Linda hafði sett inn á tölvuna sína frá því í dag og þau eru glæsilegt par.

En við ætlum að skreppa aðeins yfir í Glaumbæ og fara yfir ferðaáætlun septembermánaðar.
Ef Google eart er rétt held ég að þau séu að fara með okkur næstum til Vesturstrandarinnar. Ég var sennilega ekki búin að segja ykkur að ég keypti miða til Minneapolis á 40 ára brúðkaupsafmælinu 9. september. Daginn áður ætlar Linda að gifta sig. Svo nóg að gerast hjá gamla settinu.

En þetta dugar að sinni...vonandi daman sofnuð!! 

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101115
Samtals gestir: 20441
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:59:30