26.07.2007 09:52

Gönguferðir.



Það er makalaust hvað það er upplífgandi að fara í smá gönguferð. Ég gerði það í fyrra að ganga alltaf smá spöl. Byrjaði á því á Reykjalundi og lærði hvernig best er að fara að!! Það mætti halda að ég væri að tala um einhverja kúnst en það er nú ekki. Nú er ég aftur byrjuð eftir letikast í þeim efnum.

Það er nefnilega þannig að þegar maður byrjar þá bara verður maður að fara aftur og aftur. Útiloftið er svo hressandi og auðvitað í hvernig veðri sem er. En það var nú einmitt veturinn í vetur sem stoppaði mig af..svo hundleiðinlegur. En nú ætla ég ekki að gefast upp þó á móti blási!!

Hvolpaland er í fullum blóma og enn er Týra þolinmóð..ég er alveg hissa. En litla Victoría (victory-sigur) er samt orðin léttust af þeim . Hún verður eitthvað útundan þó ég passi vel upp á hana. En samt er hún í góðri framför. Sumir eru nú bara hlunkar. Nú eru þeir að reyna að labba í grindinni og velta um sjálfa sig. En hún kraflar sig líka áfram á þrem fótum..greyið. Bráðum þarf ég að fara að kenna þeim að lepja. Það kemur að því að mamman verður löt.

Ég fór með Jóhönnu inn á spítala í gærkvöld. Hún var svo slæm. Vonandi fer þetta að ganga hjá henni. Ég veit að Fannar tekur Vilmund í dag, það léttir mikið á og Konný var með hann í gær að hluta. Hann er ja dálítið erfiður strákurinn..

Það er áfram sama veðurblíðan og hásumar. Mér fannst alltaf vera einmitt hásumar þegar Bjössi bróðir átti afmæli og hann á afmæli í dag. Til hamingju með daginn brói. 57 ára. Nóg af bulli í bili. Eigið góðan dag.



Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 43
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 100945
Samtals gestir: 20396
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 06:32:58