30.07.2007 09:46

Týra og fleira.



Já Týra er upptekinn hundur þessa dagana. Og alltaf mjólkar þetta skinn fyrir hvolpana..ennþá. Nú eru þeir orðnir svo stórir að þeir komast varla að allir í einu. Ég tek stundum einn og einn þeirra stærstu og held á þeim meðan hinir fá sér sopa. Það eru þeir stóru sem eru alltaf fyrstir á staðinn! Í gærkvöld tók ég einn og prufaði að setja volga mjólk í undirskál. Bíðið við það var eins og hann hefði ekki gert annað en lepja. Eðlislægt.. Svo prufaði ég annan, hann var skíthræddur við þetta. Sá þriðji var alveg klár líka svo þetta kemur fljótt núna hjá þeim.

Týra hefur stundum elt mig út að labba en það var fyndið í gærkvöldi. Hún snéri fljótlega við..æ ég nenni þessu ekki.. Fór heim og gelti þar til Gunni opnaði fyrir henni og hann hélt að eitthvað hefði hent mig, nei bara löt Týra. En það er nú komin rigning. Byrjaði í gær með smáskúrum en nú er komið alvöru rok og rigning! Það spáir aftur norðanátt svo kannski verður þetta stutt. Maður er orðin svo góðu vanur, sól og blíðu dag eftir dag svo maður ætti að halda sig á mottunni.

Mamma er hjá Lillý fyrir norðan. Hélt kannski að hún kæmi heim í vikunni en er ekki viss. Það er gott fyrir hana að stoppa hæfilega lengi því hún er alltaf öruggust heima. Hún er komin með öryggislykil sem er mjög gott. En nú er sól hjá þeim nyðra. Þær hafa verið í heimsóknum og haft nóg að gera skilst mér. Svo kíkir hún á netið hjá Lillý!


Jæja læt þetta duga þennann morguninn. Hafið það sem best..

 

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97698
Samtals gestir: 19819
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:45:47