14.08.2007 22:15

Litla systir í heimsókn.

 
Já ég á sko litla systir hvort sem þið trúið þvi eða ekki. Það er Dabbý (Dagbjört Hulda) Hún er 18 árum yngri en ég svo hún telst auðvitað bráðung!! Hún kom í heimsókn og ektamakinn var auðvitað með í för. Þau eru að enda fríið sitt og gista hjá mömmu. Núna eru þau yfir hjá Bjössa í kaffi. Þau fengu nefnilega ekkert kaffi í Heiðarbæ en það verður næst. Pottþétt!!!

Ég var að enda við göngutúrinn minn þegar þau komu. Gaman að fá Norðanfólkið eins og ég kalla þau í heimsókn. Þær systur mínar þrjár búa allar fyrir norðan. Tvær á Akureyri og ein á Kópaskeri. Magga systir bjó líka meirihluta þess tíma sem hún lifði fyrir norðan. Og þar búa allar dætur hennar, það er á Húsavík.
Anna Margrét og fjölskylda komu um daginn og hún á eina rauðhærða snúllu sem ég kalla Möggu litlu. Og eldra barnið hennar er Gunnar Sveinn (j.r)

Það er búið að vera svo hvasst í dag að ég gerði ekkert utanhúss. Bókaði hótel fyrir okkur fjögur fyrsta daginn í Minneapolis. Það er rétt við Mall of Amerika. Þurfum bara að fara yfir eina götu. Ætlunin er samt ekki að fara í Mollið heldur það sem þeir kalla Undirsjávar ævintýri. Það er staðsett undir Mollinu. Gunni er búin að skoða það og segir það fínt. Kannski í svipuðum dúr og Sandgerðisbær er að fara að byggja. Gengið um göng og horft á allavega sjávardýr.

Já það er mikið að gerast þennan mánuð. Linda og Jón gifta sig 8 sept.á afmælisdegi Gunna og við förum út 9.sept á brúðkaupsafmælinu..örugglega alltaf að segja ykkur þetta. Og svo eru það hvolparnir sætu sem fleiri manns eru að biðja um núna. En það er kannski einn sem er ekki kominn með fast heimilisfang. Og það kemur í ljós í vikunni. Og þeir eru algjörar dúllur. Þegar ég kem heim rísa þeir allir sem einn upp og bíða ...hvað nú? Mér dettur stundum í hug ungar í hreiðri....

Jóhanna og börnin komu í dag og auðvitað handagangur í öskjunni. Það þurfti nefnilega að velja á milli þess að skoða voffana eða fara í tölvuna og náttúrubörnin voru vinsælli..Jæja fer nú að enda þetta og langar að enda eins og síðast því það fer að koma háttatími.

Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.         Góða nótt öllsömul.

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 101282
Samtals gestir: 20483
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 14:28:10