17.08.2007 22:24

Snati fær gott heimili.



Já hún Jóna á Sauðárkróki sem ætlaði að fá Snata (sem eflaust verður skírður upp á nýtt ) hringdi í morgun og aðstæður hennar leyfðu ekki að hún tæki hann. Svo þá var fyrsta fólkið á biðlista kallað til.

Þau komu í kvöld og okkur leist ljómandi á þau. Greinilega vön dýrum svo honum mun líða vel. Reyndar þekkjum við til allavega heimilisföðurins. Þetta eru þau Hilmar Bragi og Guðbjörg konan hans. Og börnin bíða spennt.

Og svo ég sé áfram í hundaumræðunni þá ætla ég með þau í sprautur eftir viku. Þá verða þau líka örmerkt og fá heilsufarsdagbækur. Þetta er allt eins og með börnin. Allavega þegar farið er eftir reglunum.

Og litla Vikký er alltaf að verða duglegri og duglegri. Ég ætlaði að fara inn á dýrasíðu sem Guðbjörg sagði mér frá. Fann hana en ekki hvernig á að komast inn á einstakar síður..Ok. Læri það seinna.

Svo Strumpur fer á Vallargötuna til Jóhönnu og barna, Gríma á Þórsvelli í Reykjanesbæ til Hrafnhildar og Kalla, Agnarögn til fólks pabba síns í Reykjavík, Tinna til Danmerkur til Eiríks og fjölskyldu. Vikký sem er örlítið fötluð býr í framtíðinni í heimahúsum í Heiðarbæ og Snati fer að Tjarnabraut í Njarðvík til Guðbjargar og Hilmars. Er þetta bara ekki eins og við séum að tala börn !!! Núna eru þeir svoooo þreyttir að það er bara fyndið. Of mikið fjör í einum skammti.

Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Lifið heil.



Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101159
Samtals gestir: 20453
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:20:56