21.08.2007 14:46

Styttist í brúðkaupið.


Það styttist í brúðkaup Lindu og Jóns. Alltaf flýgur tíminn áfram. Það verður 8. september og ekki nema tvær og hálf vika þangað til. Ég var með henni í Kef áðan. Það þarf aðeins að þrengja kjólinn. Einhverntíma hefði ég nú gert það sjálf en..Saumaði alltaf alla kjólana eða flesta á stelpurnar. Enda eina skiptið sem ég hef farið í Fjölbraut var þegar ég var einhverjar þrjár annir í fatasaum. Ekki held ég að ég hafi saumað meira eftir það en áður. Þá tók við vinna utan heimilis og blessuð pólitíkin sem er tímafrekja!

En ekki meir um það. Nú hlakkar okkur til brúðkaupsins og ég þarf ekki að vera með puttana í matseldinni..bara mæta.vá. Og svo daginn eftir er stefnan tekin í vesturátt til Minneapolis...á 40 ára afmælinu!!


Þá verða ungarnir mínir (hvolparnir) farnir að heiman. Reyndar Vikký bara í pössun til Jóhönnu þar sem hún verður með bróðir sínum Strump. Og Týra fer til Ölla og Benna og ef mig grunar rétt fer vel um hana þar. Hún er mjög hrifin af þeim bræðrum og tekur oft rúnt niður í skúr til Ölla.

Ég þarf orðið að eyða meiri tíma með þeim litlu núna. Þeir eru svo margir og í gærkvöld fékk ég þá flugu í höfuðið að Agnarögn fengi ekki nóg. Svo ég fór að láta þær minnstu tvær vera einar um spenana fyrst. Það var frábært að sjá upplitið á hinum á meðan í grindinni!!! Fáum við ekkert æ æ..
 
En það er tilfellið að fjórir af sex eru duglegri að bjarga sér sjálfir enn sem komið er.
En þetta er örugglega ekkert til að hafa áhyggjur af. Allavega eru þær fjörugar og slást við bræður sína.

Nú rignir eins og hellt úr fötu. Vona að það verði orðið betra um helgina.

Kveðja úr Heiðarbænum og hafið það sem best.

 

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101059
Samtals gestir: 20424
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 18:03:32