23.08.2007 09:34

Sandgerðisdagar.


        
Já nú er hægt að segja að Sandgerðisdagar séu í SJÓNMÁLI... Við skruppum í gærkvöld inn í bæinn og vá. Þvílík ljósadýrð. Við keyrðum um nokkrar götur og víða hittum við fólk í hópum eða nokkra saman að skreyta. Rauð hverfi með máluðum myndum af flottum konum
og eldrauðum lömpum í öllum gluggum!!! 

Blá hverfi þar sem einn íbúi sagði mér að það væru rauðar snúrur á milli bláu fánanna fyrir MIG..ha ha. Gul hverfi og græn hverfi. Frábær hugmynd sem færir líf og samstöðu milli íbúanna. Hverfafundir hafa verið út um allt.  Ég leyfi mér að efast um að íbúarnir hafi farið svona mikið í heimsókn til hvors annars ef þetta hefði ekki komið til.
 
Algjörlega til fyrirmyndar hjá skipuleggjendum Sandgerðisdaga. Svo var gleðin svo mikil að við spurðum hvort hátíðin væri byrjuð..já með grand og alles..nei en umtal um rigningu sem kannski yrði..Lítið mál..Við búum á Íslandi og höfum haft besta sumar í áraraðir..Er hægt að biðja um meira. En jú víst væri gott að það væri þurrt. Og þegar við komum heim til dýranna okkar þá drógum við fram tvo rauða lampa og settum út í glugga. Við tilheyrum rauða hverfinu hér í Suðursveit!!

En hér í Heiðarbæ hefur verið gestkvæmt og vinir og kunningjar eru að ná því hvar við búum. Þóra Braga og Hafsteinn úr Vogunum komu í fyrrakvöld og fjöldi hefur komið vegna voffanna. Sumir að skoða þá sem þeir eiga og aðrir bara til að sjá þá. Hrafnhildur er búin að koma vikulega átta sinnum úr Keflavík og vigta þá með mér. Þeir verða jú sprækari með hverjum deginum sem líður. Algjörar dúllur. Svo á ég að fara með þau í sprautur og örmerkingu á morgun...

Læt þetta duga þennann fimmtudagsmorgunn 23.ágúst og eigið góðann dag öllsömul.
Kv.Silla.

P.s..klukkan er núna 10.30. Og síðasta klukkutímann er ég búin að vera að leita að Týru út um allt. Hringja í Ölla, fara í Nýlendu og gá í skúrinn til Elínar ef hún hefði lokast þar inni áður en hún fór. Og búin að vera að kalla á hana í allann morgunn. Þau voru nefnilega uppi í nótt í grindinni..og hún fór út um leið og Gunni en hefur svo lætt sér inn áður en hann fór .Hvað haldið þið ..hún faldi sig fyrir mér og hvolpunum einhversstaðar í dóti í kjallaranum og ansaði ekki. Líklega er hún að verða ansi þreytt á þeim greyið..


.
Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101129
Samtals gestir: 20445
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:18:03