23.08.2007 23:41

Góð vinna..

 
Æ ,jæja nóg að gera hjá ömmu Sillu núna. Reyndar er ég ekki bara að tala um ömmubörnin mín elskuleg sem eru að byrja skólagöngu eins og Vilmundur Árni..Honum gekk svo vel að fara inn í fyrsta bekk eftir nokkuð þref... og á skólaselinu..já .Góður strákur Villi.

En það er hundastandið.. Nóg að gera í því þó þeir séu svooooo góðir. En ég þarf að spá í hvort þeir fái nóg ..Og fylgjast með þeim fram og til baka. Þetta er örugglega bara ÉG..

En í dag sótti ég Vilmund í skólaselið og giskið..það var bara fjör og gott. Þarna hitti hann gamla vinkonu hana Guðný sem hann þekkti frá leikskólanum og það gerði pottþétt gæfumuninn!!

Hann var hjá okkur seinnipartinn í dag og var þvílíkt til fyrirmyndar þessi elska. Hann fékk að halda á hundinum sinum honum Strump og vildi halda á þeim öllum en amma sagði..nei. Þeir þurfa friðinn sinn þessar elskur.

Og nú er kominn friður á í Heiðarbæ. Ekki hljóð frá hvolpunum. Sofnaðir þessar elskur..
Og Týra líka, fegin að engin kallar á hana...

Góða nótt..sofið rótt..

Kv. Silla.

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97754
Samtals gestir: 19822
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 22:33:09