28.08.2007 21:19

Hundalíf í Heiðarbæ.



Ég meina ekki að það sé leiðinlegt líf heldur líf með hundum og með hunda á heilanum ha ha . Fyrir nokkrum árum var þessi fyrirsögn á grein í virtu blaði á Suðurnesjum..Hundalíf í Sandgerði og mynd af hundi fyrir framan hús bæjarstjórans. Margir urðu hálfmóðgaðir. Já þetta er svolítið tvírætt. En ég get fullvissað ykkur um að í Heiðarbæ líður öllum vel, okkur og voffunum.

Í dag fóru Brúnó og Vikký til Jóhönnubarna í aðlögun!!..Þau voru skilin eftir í fjóra tíma og allt gekk vel. En þau voru samt farin að skæla smá í lokin. Og rosa glöð að koma heim aftur í hópinn. En samt er nú gott að venja þau við. Það fer að koma að því að fara að heiman..

Hrefna og Viðar kíktu við áðan og fengu lánaða ferðatösku. Þau eru að skreppa til Noregs í fermingu. Hún var líka að úrbeina fyrir mig tvö læri. Hún er svo flink við svoleiðis..Við verðum með matarboð á föstudagskvöldið. Það fyrsta svona formlega í Heiðarbæ. Nokkurskonar innflutningspartý!

Djammið á þessu liði hugsar nú einhver.. hm. Reyndar mikið um að vera þessar vikurnar. En stundum kemur allt í bunum. Svo rólegheitin á milli.

Jæja ég hætti þessu bulli í bili. Sofið rótt.

P.s. Frábært hjá henni Selmu að senda nágrönnum okkar í Reykjanesbæ ljósalag. Henni er ekki fisjað saman. Lagið og textinn eru flott. Það kemur betur og betur í ljós hvað mikill fengur var að fá þau hjónin í bæinn okkar svo jákvæð sem þau eru. Það er hægt að hlusta á lagið bæði á 245.is og Víkurfréttavefnum. 





Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 101401
Samtals gestir: 20509
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 12:56:12