07.09.2007 21:28

Á morgun!!


Já brúðkaup Lindu og Jóns er á morgun. Vona að þau verði ekki rennblaut því það spáir rigningu seinnipartinn. Annars var ég að heyra þá speki að rigning á brúðkaupsdegi þýddi frjósemi. Það líst mér bara vel á.

En David og Jennifer komu í fyrrakvöld á miðnætti. Og það var mikið spjallað og ekki snemma farið að sofa. En í gærkvöld komu Maddý og Gísli og við vorum sex hér í kvöldmatnum. Fiskur nýr og fínn í ofninum í Heiðarbæ. Og Maddý og Gísli fóru um tíu  en svo kom Eiríkur frá Danmörku um tólf og þá var auðvitað haldið áfram að spjalla. Síðustu fóru kl. þrjú en þá var mín gamla búin að fá nóg og farin upp í rúm.

En nú er stóri dagurinn framundan og best er að allir fari fyrr í háttinn. David og Jenn voru hér í mat í kvöld (sem þau komu með sjálf). Við erum báðar í tölvunum en Gunni og David eru í sjónvarpsmálum. Jóhanna kemur eftir smástund og Eiríkur en þau munu stoppa stutt við. Þau þurfa að fara heim til voffanna!! Reyndar er hún að koma úr vinnu. Þvílíkt vinnuálag þarna í Bónus.

Nú er talið í tímum þar til ferðin hefst. Við megum bara ekki vera að þvi að hugsa um hana fyrir hinu ævintýrinu. Vona að allir hafi það fínt. Góða nótt.
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 154
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 100885
Samtals gestir: 20379
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 20:12:41