21.09.2007 21:55

Flakkarar í Wisconsin...



Jæja, hvað segið þið nú í fréttum? Við erum í góðu yfirlæti hér í Hartland í Milwaukee. Við fórum áðan niður í miðbæ í skoðunarferð. Þetta var alveg ljómandi dagur og hitinn alveg að yfirkeyra okkur!! Segi nú svona yfir 30 gr celsíus. Við fórum niður að vatni (Michigan) og þar er nú eins og á sólarströnd. Verið að byggja sandkastala og sleikja sólina.

Við erum búin að fá fullt af sms og áskoranir um að halda áfram að skrifa svona smá dagbók. Það er líka gaman að heyra frá ykkur og endilega haldið því áfram og segið okkur fréttir!! Ég frétti að hvolparnir tveir væru að fara í pössun til Bjössa og það er gott að eiga einhvern að þegar unnin er helgarvinna.(Jóhanna).

Thomas litli á afmæli í dag og við erum búin að færa honum pakka og kossa frá öllum heima. Þau krakkarnir eru svo nýbúin að vera á Íslandi að þetta er allt í fersku minni hjá þeim. Brúðkaupið var jú síðast í maí. Og það verður smá afmæli í kvöld. Svo á Jenn afmæli á morgun og við létum ekki vanta pakka og þakkir til hennar því hún var ekkert smá dugleg við brúðkaupsundirbúningin hennar Lindu!!!

Spurning til Björk Ínu.. Hvert er Inga Steina að flytja????? Til hvaða bónda?? Við mamma þín erum svooooo forvitnar að vita það..

Jæja nú er best að hætta í bili hér í hitanum og moskitóbitinu! Óóó....Það kræktu nokkrar í okkur. Góða nótt og hafið það sem best.
Flakkararnir í henni Ameríku.
Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101626
Samtals gestir: 20573
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 23:32:32