23.09.2007 23:43

Suður fyrir Chicago..

.........
Halló öllsömul. Við fórum af stað frá Monte og Lynn um hádegi. Þau fóru með okkur og sýndu okkur þessa risaprentsmiðju þar sem hann er einhverskonar stjóri! Hefur skrifstofu og þannig. Þarna er unnið allann sólarhringinn allt árið um kring. Við Gunni sáum hana 1997 en síðan hefur hún stækkað. Hitinn hér núna er rosalegur. 92 gr. F. í dag og við erum með lafandi tungu eins og þið sjáið.ha ha.

Við höfðum það yndislegt hjá þeim ´fjölskyldunni okkar´ í Milwaukee. Og svo vorum við nestuð með pulsum og allskonar góðgæti og fullt af vatni sem er óspart drukkið. Við renndum framhjá Chicago og rúlluðum smá eftir hinum fræga vegi, road 66.... Núna erum við búin að koma okkur fyrir á hóteli í Bloomington sem er frekar stór bær eða eða borg. Við erum búin að fara í Walmart og fá okkur eitur til að drepa moskítóflugur!!!!! Og áburð á okkur. Annars er þetta ekki svo slæmt við erum að eyða þessu af okkur.

Gott að heyra að allt gengur vel heima. Og Týra hefur fengið hluta af afkvæmunum til að æfa sig á..Fínt...Já takk fyrir kveðjuna og pössunina Bjössi og það eru bestu kveðjur til Ölla og Benna frá okkur flökkurunum. Fer að hætta þessu í bili. Hafið það gott í norðanáttinni gæskurnar..En það væri stundum gott að fá smá norðanvind hér en bara smá!!!

Bestu kveðjur.... Flakkararnir...

Ps. Svona til að láta ykkur vita þá opnum við á kvöldin 245.is..Víkurfréttir og mbl.is og vitum hvað er að gerast heima....


Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101070
Samtals gestir: 20427
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:31:49