25.09.2007 00:59

Elvis Presleyborgin Memphis...


Nú erum við komin til Memphis í Tennessee. Ójá og nú ætlum við að heimsækja Gracelandið, gamla heimilið hans Presley á morgun. Núna er klukkan hér að verða átta að kvöldi og við búin að fá okkur að snarla. Við höfum verið sérlega heppin með veðrið hingað til. Bara kannski einum of heitt fyrir skuggasveina eins og Gunna.

Moskítóin eru skæð og láta suma ekki í friði en aðrir sleppa. Ég er örugglega ekki í uppáhaldsblóðflokknum hjá þeim. Bara fengið tvær stungur. En sumir eru vinsælli og það er búið að spreyja og bera á í gríð og erg. 

Það er mjög fallegt hér niðurfrá og Missisippíáin rennur hér hjá. Svo er víst nóg að skoða hér í bænum því allt minnir á rokkgoðið fræga. Í sumar voru nákvæmlega þrjátíu ár frá því hann féll frá og þessi bær lifir greinilega á hans miklu frægð. Og Dísa frænka í Flórida pantaði sko að við keyptum handa henni minjagrip því hann var hennar uppáhald...

Eftir morgundaginn eða seinnipartinn á morgun höldum við áfram ferðinni og setjum stefnuna á Gainsville Atlanta til Davids og Staycy. En annað spilum við af fingrum fram.....Svo er ætlunin að vera amk. síðustu vikuna í litla húsinu þeirra Maddý og Gísla í Jacks í Florida..Jæja verið nú dugleg að commenta..alltaf gaman að heyra frá ykkur á klakanum..  Hann er nú bestur!!!!

Kveðjur til allra frá flökkurunum..

 

Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101545
Samtals gestir: 20561
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:56:12