26.09.2007 03:42

Frá Graceland til Alabama...


Halló öll heima!!!! Nú erum við í Birmingham í Alabama og erum nærri því komin til Davids til Gainsville í Atlanta í Georgíu. Í dag höfum verið mjög dugleg og séð mikið. Við fórum í Gracelandið hans Presleys og það var mikil upplifun fyrir okkur. Svo fórum við niður í miðbæ og sáum að þar er sumt í niðurníðslu ..ekki gott .en það er verið að byggja samt í úthverfunum og þau eru fín..

Og nú erum við í Birmingham í Alabama fórum í gegn um Missisippi á leið til Georgiu. Þetta er búið vera þvílíkt frábært ferðalag og okkur gengur vel vinafólkinu að flakka saman. Við vorum að hugsa um það að við erum búin að vera að keyra frá Minneapolis til Kanada og aftur til Bandaríkjanna og erum komin hingað niður  til suðurríkjanna...

Og ég gleymdi að segja ykkur frá fararskjótanum okkar!!! Gísli og Maddý keyptu Ford Explorer af Jennifer og billinn beið eftir okkur á flugvellinum í Minneapolis..Ætlunin í fyrstu var að við ferjuðum hann niður til Florida en aðstæður breyttust og þau komu og við ákváðum að bæta Kanadaferðinni við..Sem betur fer og þvílíkt hvað við kynntumst góðu fólki í Kanada!!!

Bless elskurnar og farið nú commenta á okkur og segja okkur fréttir frá Íslandinu góða ..því það er gott að heyra  allt þó það sýnist ekki merkilegt..Í fjarlægð er það merkilegt...Fúsi, Eiríkur.Jóhanna,Konný og Linda...Guðjón,Stefanía,Björk,,Árni, Hermann og Ívar..og fjölskyldur..látið í ykkur heyra!!!!!Elskurnar....

Kveðja frá Alabama USA....



 
Flettingar í dag: 1157
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 98915
Samtals gestir: 19901
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:13:52