10.10.2007 20:16

Orlando Sanford á heimleið....


Halló halló!!!! Nú erum við stödd á Sanford flugvelli í Florida. Við eigum að fara í loftið klukkan sjö og nú er klukkan hér fjögur. Heima hjá ykkur átta...Alltaf gott að mæta snemma og fá góð sæti..ha ha. Maddý og Gísli keyrðu okkur á flugvöllinn og hér er enn 30 stiga hiti. 

Ég gæti trúað að Gísli sé sestur upp í gröfuna..þau ættu að vera komin heim aftur. Þau leigðu litla gröfu og eru að fara að steypa innkeyrslu og palla(patio). Þetta verður mjög fínt þegar þau verða búin að þessu og innanhúss er mjög notalegt og gott.

En við erum nú ekki lengur úti í sólinni og Gunni er bara sáttur. Hann er ekkert hrifin af þessum hita. Gísli kallar hann ísmanninn..Og þið í fjölskyldunni þekkið það..Hvernig var ekki í sumar þegar við fórum í fjölskylduferðina!! Hann fór alltaf í skuggann þegar við vildum vera í sólinni.....

Já nú sitjum við og látum fara vel um okkur á The Royal Palmer Lounge sem er betri stofan þeirra hér á Sanfordflugvelli...Eins og Saga Class heima..Uhm..mjög fínt og rólegt.

En okkur er farið að hlakka til að koma heim. Við höfum aldrei, þó flakkarar séum verið svona lengi erlendis. En við bættum viku við áætlaðan tíma áður en við fórum út. 
Þá höfðum við ákveðið að bæta við Kanadaferðinni með Maddý og Gísla.

En nú erum við tilbúin til brottfarar og það verður gaman að sjá börn og buru heima. Líka ferfætlingana. Ég á örugglega eftir að blogga meira um þessa ferð. Hafið það sem allra..allra best. Sjáum sum ykkar í fyrramálið. Bestu kveðjur..Líka til ykkar Maddý og Gísli!!
Silla.

Flettingar í dag: 1143
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 98901
Samtals gestir: 19900
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:18:35