28.10.2007 20:00

Stórskemmtileg veisla!!


Já já..Við vorum í afmælispartý ársins í dag ..eða þannig. Mætingin var rosa góð. Yfir 60 manns mættu til að heiðra tengdapabba. Það komu margir fjölskyldumeðlimir og vinafólk hans úr Sandgerði og annarstaðar að.
 
Unnur Lár nágranni til margra ára á Uppsalaveginum, Elín og Eyja úr Miðhúsum ásamt mömmu sem er náttúrulega í fjölskyldunni mættu ásamt Hafnarfjarðarfjölskyldunni næstum allri.

Svo var Lilja að kveðja. Flaug til D.K um miðjan dag. Og svo voru barnabörnin og tengdabarnabörnin og ég veit ekki hvað ég á að telja upp. Flest búa í Sandgerði og komu í afmælið.

Vona og veit að tengdafaðir minn hafi notið þessa út í ystu æsar. Eins og hann var á móti veislu í upphafi!! En Sirrý dóttir hans ásamt Báru systir hans frá Ameríkunni sem kom gagngert heim á þessum tímamótum bróður síns, áttu mestan þátt í að kveða niður þetta mót-veislutal hans.

En að öðru..Ja hérna ..þegar við vöknuðum í morgun var alhvítt! Jólasnjór? Ég var að tala um í gær að ég þyrfti að taka upp þessar fáu kartöflur sem eru í garðinum!! Æ æ. En kannski sleppur þetta. Athuga á morgun..Maddý ætti að sjá þetta útsýni hér úr sólinni í Flórida. Held að snjórinn verði farinn á miðvikudagsmorgun þegar þau koma heim.

Jæja elskurnar..Góða nótt og sofið rótt.
Silla í Heiðarbæ.

Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101100
Samtals gestir: 20437
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:43:55