30.10.2007 12:52

Vetur konungur.



Jamm og jæja. Þá er veturinn genginn í garð..greinilega.. enda var fyrsti vetrardagur á laugardag. Það snjóar og það er hláka og svo á að snjóa aftur og hlýna svo. Og kólna!  Alveg dæmigert fyrir veturinn okkar. Vitum aldrei hvernig næsti dagur verður. En í morgun var ég í Átak og er að fá fasta tíma aftur á þriðjudögum og fimmtudögum. Það er flott mér líkar vel að vera hjá þeim og æfa mig.

Svo var ég að malla fyrir smá hluta af Fúsaliðinu mínu en þrír eru fyrir vestan. Svo er ég að fara til Svandísar á eftir svo það tekur því ekki að renna heim. Og þá nota ég bara tækifærið og pikka smá í vinnutölvunni.

Ég sá mynd af Gunnari Borgþór á 245.is. Þeir félagar í hljómsveitinni Uss unnu í Skýjaborgarkeppninni. Góðir!! Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni er sagt..Sigfús var í hljómsveit um tíma og spilaði meira að segja einu sinni á Verktakaárshátíð!!!! Þeir voru þar í einum sal af fleirum því þá unnu svo margir hjá ÍAV. Já og afi hans gutlaði líka á gítar í den..hm.


Í gærkvöld fór ég á fund í Reykjavík hjá Flóanum svokallaða. Þar var fólk að stilla saman strengi í framhaldi af ASÍ fundi og fleiru. Og umræðan hlýtur að vera flestum ljós. Kjarasamningar framundan. Þar er vel unnið held ég og stefnt að því að vera fyrr á ferðinni en í síðustu kjarasamningum. Hvað sem vinnuveitendur síðan gera.


Í fyrramálið koma Maddý og Gísli heim og þurfa að fara að snúa við sólarhringnum. Og á laugardag heldur Hrefna vinkona upp á hm 60 ára afmælið með pompi og prakt. Svo það eru bara veisluhöld út í eitt ..Kemur svona í köstum.
En ég fer að hætta þessu blaðri og þangað til næst:
Hafið það gott.
Silla

 
Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 101401
Samtals gestir: 20509
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 12:56:12