06.11.2007 19:44

Fólk á faraldsfæti.

   
Já, þó að við Gunni séum búin með okkar kvóta í ár með ferðalögin eða þannig þá eru aðrir það ekki..Ég skutlaði Hrefnu og Dóru upp í Flugstöð. Þær voru að fara með vinnufélugunum (mínum gömlu) til Minneapolis. Gaman hjá þeim..gæti alveg hugsað mér að vera í hópnum.en.

Og svo fór Ölli til Flórida í dag á sama tíma. Ég kíkti á þá bræður í morgun og bað Ölla að taka pakka til David. Reyndar verð ég að biðja Dísu að senda pakkann í innanlandspósti. Nema David og Stacey komi í heimsókn í Appleton!!

Dagurinn minn í dag var svona..venjulegur.  Eldrauð í framan að elda fyrir karlana mína en það er enginn fýlusvipur á mér samt. Ég byrjaði daginn í Átak-þjálfun klukkan 9.30. Ekki snemmt það. Sú gamla fór á fætur kl. 8.00..Nákvæm dagbók! ...

Síðan eins og ég sagði..steikja fisk fyrir fimm ''stráka,, og svo að skutlast með einhvern, bara venjulegt. Svo sótti ég Vilmund í dagvistunina. En ég fór heim tvisvar í millitíðinni. Og sumu fólki finnst svo rosalega langt í Stafneshverfið!! Ekki okkur..

Ég fór efri leiðina einu sinn í dag og það er bara í góðu lagi ef ekki er þurrt og ryk. Gaman að sjá Hafnirnar svona í öðru ljósi. Bónusferðirnar mínar styttast um 9 km. með þessari leið. Vona bara að ríkið í ríkinu sjái sér fært að olíubera eða malbika!!

En jæja ekki meira raus í bili..Kveðja úr Heiðarbæ.

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101160
Samtals gestir: 20453
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:09:46