14.11.2007 21:38

Já, þessi venjulegi dagur!


Hvað á ég að setja sem fyrirsögn!! Jú vegna þess að það er miðvikudagur og svona venjulegur þá...En þessi venjulegi dagur er góður og allt gengur vel, allir hraustir eða þannig. Ég tel það ekki neitt voðalegt þó fólkið mitt liggi í flensu..

Nei bara til að segja við þær..Lindu, Konný og Jóhönnu. Það gengur yfir og hugsið ykkur alla sem þurfa að takast á við stóru veikindin sem eru margir.

En nú erum við gömlu búin að ákveða að heimsækja barnabörnin þrjú í Söndeborg á Jótlandi í Danmörku. Foreldrana lika..auðvitað. Reyndar heitir bærinn þeirra Lisabild og er mjög nálægt borginni.

Þarna situr Eiríkur sonur okkar á skólabekk. Lærir róbótaverkfræði eða eitthvað slíkt. Róbóti flott!! Og hann tók börn og buru með sér. Lilja sem er prestur er ekki allt of ánægð með að fá ekki vinnu við hæfi. Ekki sem prestur..en! ! Hún er bara að reyna að finna einhverja góða vinnu. En vonandi gengur það upp.

En við förum 5. desember og tökum jólapakkana með okkur. Gott fyrir fjölskylduna að þurfa ekki að senda neinn póst þetta árið. Við ætlum að gera smá stopp í Kaupmannahöfninni í leiðinni.

 En þarna á Jótlandi er fjölskylda Eiríks búin að búa síðan í júlí 2006. Við fórum til þeirra í september sama ár. Í fyrra með Norrænu já!!

En læt þessa þanka duga í bili.

Kveðja úr Heiðarbænum..

 

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101052
Samtals gestir: 20423
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:50:50