16.11.2007 11:10

Skemman.


Nú er skemman að rísa hjá Fúsa ehf. að Strandgötu 20 í Sandgerði. Þeir eru búnir að vinna við hana með öðrum verkum undanfarið. Þetta er stálgrindarhús og grunnurinn var steyptur í síðustu viku. Skemman er nauðsynleg til að geta sandblásið stærri og smærri verk. Þá meina ég verk sem ekki eru föst annarsstaðar eins og stórir olíutankar.
 
Þetta gengur vel sýnist mér og ég renndi inn eftir og setti kjúklinga í ofninn. Eitthvað verða þeir að nærast blessaðir. Og við Erla fljótum með. Og nú sit ég smá stund í tölvunni á skrifstofunni á meðan kjúllarnir grillast.

Það er ágætis veður þessa dagana sem telst fréttnæmt, held ég. Svo það er ekki spurt hvort það sé föstudagur,laugardagur eða eitthvað annað. Þeir þurfa að nota öll tækifæri. Þeir nota vörubílinn sem þeir eiga til að lyfta þessum þungu hlutum. Það liggur við að okkur Erlu standi ekki á sama að sjá þá svona hátt uppi með þessa þungu bita.

En í gær var Benni frændi hér líka. Hann var að hjálpa Degi og honum var boðið í fiskibollur með okkur.

En að öðru. Ég var að lesa þankabrot Magnúsar Ingvarssonar á 245.is. Þau eru mjög fín, næstum því eins góð og Einars í Klöpp sem mér finnst hafa verið bestur til þessa, þó margir hafi skrifað flotta pistla.. Get sagt þetta..ha ha ég byrjaði. Einar er alveg stórkostlegur. Hann með sinn góða húmor en samt alvöru í bland.

Læt þetta nægja í bili. 

Kv. Silla.

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 43
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 100947
Samtals gestir: 20397
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 07:01:55