26.11.2007 10:29

Helgardútl og fleira.



Jæja þá er kominn mánudagur. Og bráðum kominn desember. Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Það var nú frekar hryssingslegt veðrið megnið af helginni. En við gömlu hjónin notuðum tímann til að gera ýmislegt innanhúss sem var á biðlista. 

Og við skruppum svo yfir í Glaumbæinn til Maddý og Gísla á laugardagskvöld. Langt síðan við fórum síðast eða þannig. Það er annaðhvort í ökkla eða eyra...hjá okkur.. við vorum bara saman í einn mánuð í USA! Um helgina komu svo stelpurnar og barnabörnin í heimsókn. Það var fjör í kotinu. Börn og voffar á hlaupum. Gaman!!

Í dag koma Sigfús og Erla Jóna heim frá Barcilona og ég býst við að sækja þau upp í flugstöð. En nú er ég að fara og útbúa nokkrar bollur handa strákunum sem eru að vinna í Fúsa. Þeir eru núna að smíða skemmuna. Það gengur bara vel. Komið þak sem telst nú bara gott miðað við allt.

Og ég læt þetta vera stutt og lítið þreytandi fyrir ykkur. En þið vitið að ég kem alltaf aftur og aftur.
Hafið það sem allrabest.
Silla. 


Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101070
Samtals gestir: 20427
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:31:49