28.11.2007 21:03

Brattur á Borgó..



Nú er Gunni búinn að vera tvo sólarhringa á Borgarspítalanum. Hann er nokkuð hress og ég held að hann sé í afstressun þar. Annars að öllu gamni sleppt þá finnst ekki orsökin að dofanum. Hann er viðvarandi en versnar heldur ekki.

Sem betur fer er heilinn í lagi! Hann er búinn að fara í ómskoðun sem sýnir bara allt gott. Hann fór líka í einhverja svefnmælingu sl. nótt og hún kom illa út. Það kemur mér ekki á óvart að hann sé illa haldinn af kæfisvefni. En samt vilja þeir vita meira og telja það ekki orsökina, allavega ekki eina sér.

Læknarnir halda að helst sé um einhverja eitrun eða ofnæmi að ræða. Eitthvað eiga þeir líka eftir að skoða æðakerfið. En þeir ætla að setja hann í áframhaldandi rannsóknir og ég held að það taki sinn tíma. Á meðan þarf hann að sýna þolinmæði sem hann gerir og getur ekki annað.

Ég skrapp í bæinn í dag. Orðin vön að keyra á milli. Ég stytti mér leið og fer nýja veginn heim. Hann er reyndar malarvegur á köflum og dimmt að fara hann en samt er ég fljótari. Það verður flott þegar vegagerðin setur á hann malbik. Veginn okkar Suðurnesjamanna, Ósabotnaveginn.


Það hafa margir verið að hringja og skrifa kveðjur.Takk fyrir þær allar elskurnar!! Við erum nú bjartsýn og vonum það besta. Allavega segir læknirinn að við komumst út. Við eigum pantað far til krakkanna í D.K á miðvikudaginn næsta 5. des. Ég skrifa fljótlega aftur. Bestu kveðjur.Silla.



Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101534
Samtals gestir: 20553
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 07:25:48