29.11.2007 19:49

Viðvörun? Kannski...



Jæja. Þá er húsbóndinn kominn heim. Það er flott. En ekki hefur dofinn horfið. En læknarnir útilokuðu allt sem við kannski höfðum mestar áhyggjur af eins og þröngar æðar og þannig hluti. Þeir töldu hann ráðgátu!! Gunna og læknanemarnir æfðu sig...Einna helst eitthvað ofnæmi eða ofþreytu væri um að kenna.

Svo er bara að vona að þetta lagist..Fari bara eins og það kom. En hann kom heim með geimfarabúning...Það er kæfisvefninn sem er slæmur og auðvitað átti hann að vera löngu búinn að láta athuga það mál. Svo nú á hann að sofa með vél eins og fjöldi annarra Íslendinga þarf að gera.


Og hann sleppur ekkert með að koma sér undan því. Hann á að mæta eftir helgi á spítalann og þá verður lesið úr dæminu. Já tæknin! Hann fékk sem sagt allavega rannsóknir og það var fínt. Nú verður hann bara að læra að anda með nefinu í orðsins fyllstu merkingu..Slaka á. Svo þið sjáið að það er all nokkuð gott að frétta. Það er að gera vitlaust veður eina ferðina enn (ég þarf alltaf að tala um veðrið Bjössi!). En að endingu látið ykkur líða vel.
 Kv. Silla.

Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101100
Samtals gestir: 20437
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:43:55