14.12.2007 11:03

Hitt og þetta.


Það er nú bara klisja ef ég tala enn um veðrið. En? Hvað er í gangi með þessi óveður. Dúna systir segir að við eigum að flytja á Kópasker. Þar sé alltaf logn nema þegar hvessir  Já ég get trúað því. Við höfum oft reynt að segja þetta á Suðurnesjum en fólk vill ekki trúa okkur..ææ. .Af hverju ekki. Annars held ég að þó að snjói vel stundum á þau fyrir norðan þá fái þau ekki svona lægðasúpur. Þær koma víst oftast upp að suður og vesturströndinni.

En að öðru. Siggi Jóns (linkur til hægri á síðunni minni) var að tala um á blogginu sínu um m.a konuna sem var sett í fangelsi af því hún var ekki með Visa. Vegabréf sem hún hefði þurft af því hún hafði dvalið lengur í BNA fyrir 12 árum en hún hafði ráðgert. Þörf umræða hjá Sigga. Og mér skilst að hundruð Íslendinga hafi skrifað comment á bloggsíðu konunnar um málið.

Þetta þarna úti er náttúrulega bara klikkað. Ég veit ekki hvað er að hjá þeim. Fyrst þegar við vorum að ferðast þangað virkaði þetta jú kannski strangt, vel skoðað og slíkt ok. En núna er viðmótið allt annað og ég vil segja kuldalegt. Held ekki að þessir ungu fjölskyldumenn séu slæmir menn. En þeim hlýtur að vera sagt að vera ógnandi og hranalegir. Jafnvel öskrandi í Hitlersstíl! Við erum alltaf dauðfegin þegar við erum komin í gegn.

Kannski vilja Bandaríkjamenn bara alls ekki ferðamenn inn í landið. Það er þó mótsögn í því. Allir þessir skemmtigarðar sem eiga að laða að fólk alls staðar úr heiminum. En þetta viðmót sem ég var að tala um á bara við þessa aðila sem taka á móti okkur við komuna til landsins. Hinn almenni borgari er kurteisin uppmáluð. Og allt fólkið okkar, frændfólk og vinir eru æðisleg.. Heyrið það Dísa, Nonni ,Kathy og öll hin!! En the Immigration er eitthvað sem þeir verða að laga. 

Í haust fórum við yfir landamærin til Kanada og þar voru verðir laganna hinir ljúfustu. Ekki fyrirfram ákveðnir í að við værum ótínt glæpalið eða þannig. Og allt gekk smurt fyrir sig. Ég tala nú ekki um frændur okkar Dani. Miðað við allt þarna í BNA eru þeir bara ligeglad og brosa framan í okkur eins og við séum svona venjulegar manneskjur. Já ættum við bara að brosa að þessu þarna í BNA? Nei það er ekki hægt. Og ég vona svo sannarlega að konan verði beðin afsökunar.

En þetta er nú að verða svolítið langt. En eitt, Gunni var sendur á LSH í aðra rannsókn í gær og á að fara í fleiri eftir helgi. Svo kannski fari eitthvað að skýrast í þessu dofa -þreytumáli. Læt staðar numið eftir þennan reiðilestur með meiru.
Bestu kveðjur.
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101146
Samtals gestir: 20449
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:24:35