16.12.2007 15:35

Afmæli hjá Arnari Smára.


Arnar Smári Hannesson varð tveggja ára í gær. Hann er næstyngstur barnabarnanna. Yngst er maddama Hrafntinna Jónsdóttir. En hún er svona rétt á hælunum á honum verður tveggja ára 27.janúar. Og hún er að fá systir eða bróðir í maí n.k. Og Arnar Smári var hress á afmælisdaginn sinn. Hann er svo mikið krútt strákurinn, rauðhærður með krullur!

Sniðugt hvernig þetta tvinnast saman. Ég meina ættir. Hannes pabbi hans er barnabarn Hannesar heitins á símstöðinni og Önnu ljósu sem tók á móti helmingi af okkur systkyninum og svo Jóhönnu minni sem var með síðustu ljósubörnunum hennar. Og eldri strákurinn þeirra Konný og Hannesar heitir Jóhann Sveinbjörn í höfuðið á pabba Hannesar sem drukknaði þegar Hannes var um sjö ára. En svona er þetta líf.

Nú erum við komin í jólaskapið gamla settið. Búin að vera að greiða úr seríum og taka upp jólaskraut sem hefur flest ekki verið notað síðan í Miðtúninu jólin 2004. Það var takmarkað sem við höfðum pláss fyrir í Bjössahúsi (skúrnum). Og svo komu Fúsi, Erla Jóna og Ágúst í gærkvöld og Fúsi tengdi fyrir mig græjurnar!! Já og það hafa sko verið spiluð jólalög í dag.

Já og jólakortaflóðið!! Ég ætla að senda takmarkað af kortum núna. Er búin að senda jólakveðjurnar í útvarpið. Það verður bara að hafa það ef fólk heyrir þær ekki. Fyrir mig  persónulega er frábært að hafa þessar lesnu jólakveðjur. Eitthvað tengt hefðum.. Mér finnst jólin vera að koma þegar ég elda hangikjötið laga til og hlusta á kveðjurnar. En ég er nú hálf skrítin . Svo ætla ég að nota netið og senda sumum í gegn um tölvuna mína.

Jæja, læt þetta duga af jólahugleiðinum, afmælum og fleiru góðu. Látið ykkur líða vel.
Kv. Silla.
Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101545
Samtals gestir: 20561
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:56:12