20.12.2007 21:13

Umferð og skammdegi.


Nú er ég í tölvunni hans Gunna..sem er svo miklu fullkomnari en mín litla fartalva. En það stjórnar ekki skrifunum. Nei það mun alltaf mannshugurinn gera. Hér við hliðina á mér er Vilmundur Árni sex ára í tölvuleik. Kappinn vinur minn. Við erum að passa hann núna og hann er svoooo góður!

Já þetta er tölvuherbergið okkar!  Ég held satt að segja að það sé komið til að vera aðalherbergi hússins, þó það sé ekki stórt. Það eru flestir tölvuvæddir og msn er heimur sumra. Ég hef verið á msn og það er bara gaman. Nokkurskonar símasamband eða þannig. Var oft á þessu í Miðtúninu.

En dagurinn í dag var svona kannski dæmigerður eða þannig. Við mamma fórum af stað úr Sandgerði um ellefu og hún átti tíma hjá lækni rúmlega eitt. Það gekk nú eftir áætlun og svo var ég búin að mæla mér mót í millitíðinni við Grétu mömmu Lilju tengdadóttur og það gekk vel..Jólapakkar og fleira fóru á milli bíla.

Síðan skruppum við upp í Breiðholt með pakka fyrir Eyju. Það gekk vel að lokum og svo fórum við í kaffi til Maddý og Gísla í Heiðarásnum. Næst fórum við í Bónus og Rúmfatalagerinn og mér fannst mjög gott að fara heim á leið eftir alla þessa mannmergð. Og ég sem er vön í útlandinu! Já og samt eru fjórir dagar til jóla!!

Svo lá leiðin í Keflavík í apótek og fleira. Á eftir var mömmu komið til síns heima í Miðhúsum. Síðan sótti ég Vilmund. Þá var kukkan orðin rúmlega sex. En Jóhanna mamma hans og Konný eru að klára jólainnkaupin og svo verður hann sóttur eftir það. 

Hann hefur áhyggjur af því að jólasveinninn finni hann ekki!! En ef hann sofnar hér hjá ömmu og afa þá held ég að sveinki finni hann bara. Sko ef hann hefur verið stilltur í dag.. Hann er það hér..ljúfur og góður.

Bráðum koma blessuð jólin 
börnin fara að hlakka til.

Og kannski fleiri ! Bestu kveðjur Silla.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97676
Samtals gestir: 19818
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:25:20