22.12.2007 21:40

Jólaljósin lýsa..

Sæl öll.

Nú eru jólin, hátíð frelsarans að svífa inn til okkar mannanna barna. Allir eða flestir hlakka til jólanna. Það eru þó ekki allir jafnir. Víst eru þeir það fyrir augum Guðs en í veraldlegum skilningi ekki! Sumir eru bara hreint á götunni. Alveg sama hvað hver segir um ástæður þessa þá er það þannig.

Og þó fólk sé ekki á götunni þá eiga margir erfitt. Og það er örugglega sárara um jólin en endranær að skýra út fyrir börnunum að kaupið sé ekki nógu hátt til að kaupa og kaupa!!! En hvað erum við að kaupa svona mikið Íslendingar? Er ekki nær að reyna að eyða smá stund með elstu og eða yngstu meðlimunum frekar en sitja föst í umferðinni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu í leit að einhverju til að kaupa..

Og svo er miklu betra að versla bara á Suðurnesjum. Sparar tíma og þar með höfum við meiri tíma aflögu í alvörumálin SAMVERUNA. Það hefði afmælisbarnið viljað. Allir hljóta að vita að við erum að halda upp á afmæli HANS Jesú Krists. En það eru ekki allir sammála um dagsetninguna sem mér finnst algjört aukaatriði. Við erum að fagna lífi frelsarans og fæðingu.

Nú er ég orðin svolítið háfleyg. Dúna syss myndi segja að það væri af því ég væri komin í sóknarnefnd.. Nei en ég var bara ekkert að hugsa um það. Kannski kemur að því að ég fari að prédika yfir ykkur elskurnar (bara djók). En hér gistir Vilmundur Árni í nótt. Hann ætlar að sofa á milli ömmu og afa. Og hlakkar til..

 Mamma hans vinnur í Bónus myrknanna á milli núna. Ein af þeim sem ekki hefur of mikið til að moða úr en með vinnusemi og hjálp gengur það upp. Og dóttirin Ástrós er perla. Aðeins 14 ára og dugleg í skóla. Er með með þeim hæstu í einkunnum og er dugleg að hjálpa til á heimilinu.. Ömmustelpa!!!

Garðar Ingi er í góðu yfirlæti hjá Diddu og þvílíkt hvað þessi fjölskylda reynist Jóhönnu vel. Þau eru í einu orði sagt frábær!
En nú er kominn tími til að hætta þessu pikki og ég vona að ykkur gangi vel að pakka inn!

Bestu jólakveðjur!

                                                                                                                        
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 43
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 100947
Samtals gestir: 20397
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 07:01:55