27.12.2007 12:48

Jólarest.


Nú eru blessuð jólin liðin.
En eftir smá hlé kemur önnur helgi og svo áramótin. Einhverjir fá ágæt frí nú í skammdeginu. Hjá okkur hér í Heiðarbænum var notalegt. Við fórum í messu kl. sex á aðfangadag. Ég hef aldrei gert það áður. Fór oft í kirkju á jóladag en einhvernvegin var maður fastur í þeim sið að borða hátíðamatinn kl. sex á aðfangadagskvöld.

 En þetta var hátíðleg stund og ég get sko vel hugsað mér að gera þetta að venju. Engin börn heima að bíða eftir pökkum. Krakkarnir okkar vilja öll vera heima hjá sér það kvöld. Ég er búin að liggja í bókum og bíómyndum yfir hátíðirnar. Í gærkvöld vorum við með hátt í tuttugu manns í mat og það gekk allt vel. Fyrsta sinn sem svo margir borða í einu í nýja húsinu. (Reyndar var haldið upp á afmæli Vilmundar í ágúst). Eftir að vera búin að ganga frá því mesta (og jafna mig)....fór ég að lesa aftur og las til tvö í nótt. 

Var með svo spennandi bók að ég gat ekki hætt. Hún heitir... Hvar eru börnin? Var fyrst gefin út á íslensku 1985 og er eftir Mary Higgins Clark. Hin bókin sem ég var að lesa er Útkall. Segir sögu björgunar sjóliðanna á Trinton og Wilson Muuga málinu. Ótrúlegt að lesa um þessar hetjur sem við eigum á þyrlunum. Líka ótrúlega seiglu Dananna sem komust af. Og undarlegt að hugsa til þess hvað þetta allt gerðist nærri okkur hér..

Já maður er eiginlega búin að snúa við sólarhringnum. Það þarf nú að fara að vinda eitthvað af því dæmi. Gunni er miklu hressari og hefur náð að hvíla sig og dofinn er minni. Svo vonandi er þetta að fara. En það eiga samt eftir að koma niðurstöður úr rannsóknum.
 
Dúna systir og Þröstur voru hér í gærkvöld. Mamma hans dó á jóladag og það eru tveir mánuðir síðan pabbi hans lést. Það er ekki alltaf langt á milli hjóna. Stundum svolítið sérstakt. Það liðu aðeins 40 dagar á milli andláts foreldra Gísla hennar Maddý (Möggulóu).

Læt þetta duga í jólarest.
Hafið það sem best.
Silla.

P.s.  Lítil dama fædd hjá Huld frænku á Húsavík!!


Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101166
Samtals gestir: 20456
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 18:27:28