11.01.2008 20:05

Dimmt á Stafnesvegi..





Já þó að veðrið sé gott þessa dagana þá er stuttur birtutíminn. Þar með er mikið myrkur á veginum frá Sandgerði eða frá Lyngseli, þar sem ljósastaurarnir enda og hingað út á Stafnes. Það er þó nokkuð um að fólk noti þessa leið til að ganga heilsubótargönguna. Það er nú bara gott mál en það er algengt að fólk sé ekki með endurskinsmerki! Og það er ekki gott mál.

Þetta er mjög alvarlegt mál því dökklædd mannvera sést ekki fyrr en komið er annsi nálægt henni ef ekki eru notuð endurskinsmerki! Gunni var að koma heim á mánudag um fimmleitið og var að skipta um rás á útvarpinu. Allt í einu fannst honum eitthvað svona rétt strjúkast við bílinn. Hann kíkti í afturspegilinn og sá mann á gangi.
 
Hann bakkaði og sagði við hann. Heyrðu vinur. Nú vorum við báðir heppnir . Gunni sem var ekki allskostar með augun á veginum og hinn á litinn eins og umhverfið! Vegurinn er svo mjór að hann þolir varla að fólk gangi langt inn á honum ef umferð er.

Maðurinn var hjartanlega sammála og í dag þegar ég var á leið heim var hann kominn með endurskinsmerki og sást langt að. Þessi leið er ekki mjög fjölfarin á þessum árstíma en þó á ákveðnum tímum dags. Bjössi bróðir þarf að fara í vinnuna inn í Garð og segir að þeim megin sé þetta sama sagan. Það er ekkert að því að fólk velji sér þessar leiðir..aðeins út úr en bara nauðsynlegt að gera sig sýnileg því það er ekki aftur tekið ef slys verður.

Að öðru..Í fyrradag fór ég með félögum mínum úr VSFK í bæinn á fund í Flóabandalaginu. Þar var ákveðið að vísa kjaradeilu bandalagsins til sáttasemjara. Svo nú eru kjaraviðræður komnar svona næstum á byrjunarreit. Vonandi kemur eitthvað gæfulegt út úr þessu öllu. En aðalatriðið er að tryggja kaupmátt þeirra sem lægst hafa launin og hækka þau en samt reyna að fá þá aðila sem mögulega ráða einhverju um..að tryggja að verðbólgan rjúki ekki upp!!!

Það þýðir ekki endalaust að kenna verkafólki um að verðbólgan hækki. Þar eru áhrifameiri aðilar að verki..N.b að mínu áliti.  En nóg um þetta að sinni..Hafið það gott um helgina..skemmtið ykkur í hófi. Bestu kveðjur.
Ykkar Silla.

 
Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101137
Samtals gestir: 20448
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:15:04