13.01.2008 14:36

Hverfispartý.



Jæja ég geri lítið annað en skrifa um boð og partý  ..En í gærkvöld voru hér góðir gestir. Það má eiginlega segja íbúar Stafneshverfis og gott betur. Við áttum humar umm.. Það var kveikjan og svo var nú til ýmislegt annað. Svo við Maddý lögðum saman ásamt Bjössa og úr varð hin herlegasta veisla. Maddý kom með læri og Bjössi kjúkling.
 
Við vorum samankomin hér ellefu á aldrinum átta ára til sjötíu og eins. Dagur Númi yngstur ..Benni elstur og svo allur aldur þar á milli. Við höfðum það mjög gaman og mikið spjallað og meira að segja sungið. Lilla vinkona kom líka og var að fara heim núna. En já ég held að öllum hafi fundist gaman og haft var í heiðri máltækið..hætta ber leik þá hæst stendur. 

Og veðrið stendur sig vel núna. Stillt og fínt.  Æ hvað það væri nú gott að það héldist svona. Gunni skrapp í vinnuna eitthvað að dunda, henda rusli ofl. og ég er orðin ein í koti. Allt svo kyrrt og frábært að sitja við stofugluggann með kaffibollann. Meira að segja sjórinn er sléttur. Eins og hann getur verið úfinn stundum.
 
Ég er að passa Brúnó..hund fyrir Jóhönnu. Og þeir eru allir þrír í kjallaranum að leika sér. Reyndar er Týra orðin löt.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna. Hafið það sem best.
Kveðja, Silla í Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101621
Samtals gestir: 20570
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:36:06