14.01.2008 20:15

Ónákvæmur fréttaflutningur!



Oft hefur verið talað um að Ríkissjónvarpið væri með nákvæman og góðan fréttaflutning. Ég hélt það líka en ekki gat ég séð það áðan!! Þeir voru að lýsa snjónum í Grindavík sem ég ætla ekki að segja að hafi ekki verið óvenju mikill.........Hann var það!

En ef þið hafið lesið bloggið mitt hér á undan þá snjóaði víðar. Fréttamaðurinn sagði að snjórinn virtist einskorða sig við fjallið Þorbjörn. Annarstaðar á svæðinu myndi fólk verða forviða að sjá slíkt.

Ég get ekki orða bundist. Fréttakonan hefur sennilega farið beint til Grindavíkur og aftur til Reykjavíkur þar sem var lítil snjókoma. En Reykjanesið er talsvert stórt að flatarmáli.

Ég er ekki viss um að bæjarstarfsmenn í Sandgerðisbæ séu sammála þessu. Búnir að vera á tækjunum frá því eldsnemma í morgun. Enda oft fljótt að fenna að í austanáttinni hér að vestanverðu. En þeir eru ekki teknir tali.. 

Einhvern tíman talaði ég um litlar fréttir í fjölmiðlum um svæðið mitt. En engar fréttir eru betri en rangar. Og þetta snýst í raun ekkert um snjó heldur um að rétt skal vera rétt. Þetta er bara sýnishorn sem gæti verið um hvað sem er. Og oft að vísu í raun miklu mikilvægara. 

En annars vona ég að rúv-sjónvarpið mitt sem við erum skyldug til að borga af afnotagjald vandi sig..
Bestu kvöldkveðjur úr Heiðarbænum.
Silla.
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 101441
Samtals gestir: 20521
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:56:15