23.01.2008 23:25

Gæsahúð..


En já ég mátti til!

Og svo var talvan að hrekkja mig áðan. Ég var búin að skrifa þó nokkuð og svo..bara ekkert!!!! þótt ég vistaði eins og venjulega.
En ég ætla að endutaka eitthvað af því sem ég sagði. Ég fékk gæsahúð þegar ég horfði á beina útsendingu frá Vestmannaeyjum. Þetta allt er í svo fersku minni þó 35 ára sé. Ég efast um að ég muni smáatriði svo nákvæmlega í öðrum málum.

Við hjónin lágum í hláturskasti yfir parinu sem hafði meiri áhyggjur af því að það kæmist upp að þau væru að sofa saman heldur en eldinum!! En þau eru gift og eiga fimm börn og búa á eyjunni sinni. Frábært fólk eins og ég reyndar upplifði Eyjamenn almennt.

Samkenndin sem var mikil í Vestmannaeyjum hefur greinilega aukist og það er gott. Vona að Sig.Jóns hafi ekki misst af þessar útsendingu eins og hann er mikill Vestmannaeyjingur! En það er frábært að hlusta á börnin sem ekki hafa af þessu neina reynslu nema söguna.. Eins og við eldri upplifum Íslendingasögur..Ææ við eldumst líklega og þeim fækkar á næstu áratugum sem upplifðu Eldgosið í Heimaey.

En þetta var aukablogg..Endilega lesið síðasta... ef þið nennið!!

Góðar stundir.
Silla.
Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101070
Samtals gestir: 20427
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:31:49