27.01.2008 05:15

Borg englana!



Halló kæru blogglesendur vinir mínir..

Nú erum við í Los Angeles og í mikilli fjarlægð frá Íslandinu góða. Við fengum rigningu þegar við lentum í fyrrakvöld um kl. 24.00 að staðartíma. Þá var tíminn heima átta að morgni föstudags. Við vorum hálfrugluð í tímanum fyrst en svo er þetta bara fínt núna..Klukkan er rúmlega níu að kvöldi og þá sama og yfir fimm að morgni hjá ykkur.

Veðrið hefur leikið við okkur fyrir utan dropana þegar við lentum en nú er spáð stórrigningu næsta sólarhringinn. Ég hef séð fólk með sandpoka á pickuppnum sínum! Svo við eigum eiginlega von á regni að ég held! Vægast sagt. En það styttir upp um síðir. Við erum á hóteli í miðju þorpinu!! (Miðborginni).

Og þið eruð vonandi öll í fasta svefni!! Í gær fórum við af stað og fórum til Hollywood..sem er bara hér í nágrenninu. Við sáum stjörnusporin frægu...Það var margt á ferli og við fórum inn á frægan hamborgarastað sem heitir eitthvað sem IN-N-OUT..Og margir brandarar urðu til út af þessu nafni. En hamborgararnir voru góðir..Við fórum fyrr um daginn í smá búðarráp og fórum í Sams Club og fleiri slíkar.

Í morgun fórum við til Báru frænku Gunna. Hún er föðursystir hans og auðvitað voru fagnaðarfundir. Reyndar erum við nýbúin að hitta Báru því hún kom heim í október og var í áttræðisafmæli bróður síns Fúsa eldri. Við hittum líka núna Donald son hennar og kisuna Kisu.Við stoppuðum dágóðan tíma hjá Báru. Þá vorum við búin að fá flatkökur og nammi. Svo var farið í 2-3 búðir og verslað það sem áætlað var (næstum því).

Seinna í dag fórum við að skoða Beverly Hills og alla leið að Hollywood merkinu..Vá villurnar þarna..ekki orð um það meir..Þá lá leiðin til Ástu frænku minnar sem ekki var heima. Þá kom þar að sonur hennar Páll og sagði okkur að hún væri eiginlega flutt þó hún ætti húsið enn. Og ég fékk símann og við enduðum 20 mílum frá gamla heimilinu og hittum mína elsku frænku sem býr ein og er þó hún vilji ekkert um það tala 81 árs og ungleg.(Segist sextíu og eitthvað)

Sigfús var að sjá hana í fyrsta sinn og henni fannst hann annsi myndarlegur..la la. Þetta loðir við okkur kerlingar í föðurætt að pæla í svona hlutum..eða hvað. ég er nú ekki viss. Og ekki vissi hann hvaðan á hann stóð veðrið! En svo leysti hún nokkur út með gjöfum sem hún hafði sjálf unnið. Brilliant kona!!! 

En á morgun byrjar sýningin sem er upphafið að þessu öllu. Vonandi fá feðgarnir einhverjar nýjungar að sjá þarna. Það kemur svo bara í ljós. En við höfum félagsskap sem gæti orðið þeim að liði. David Rose. Hann og konan hans sem hann giftist í mai í Hvalsneskirkju eru með okkur hér. Og ég ætla að enda þetta með að biðja að heilsa ykkur öllum. Líði ykkur sem allra best.
 Kveðja Silla

P.s Ætlaði að segja ykkur að ég talaði við Mumma...Hann hringdi í mig og það var gaman að heyra í honum bekkjarbróðir mínum. Við höfum verið nokkuð lengi í tölvusambandi og tilbreyting að heyra röddina..Hann býr hér norðar á vesturströndinni í borginni Seattle.
Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97669
Samtals gestir: 19818
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:04:56