29.01.2008 01:05

Í leti...


 Í morgunkaffi á Starbucks kaffi....David tók myndina..



Sæl verið þið öll nær og fjær. Nú er fjær á Íslandi öfugt við það venjulega. Þetta hafa verið viðburðaríkir dagar og við höfum verið heppin með veður fyrir utan eina nótt og hálfan dag sem hellirigndi..Hitinn oft um 15 stig að deginum. Svo styttist í heimferð því þetta er ekki svo langur tími. Það verður viðsnúningur á tíma aftur á föstudaginn (fimmtudagurinn fer í ferðina heim) og örugglega verra að skipta í þá tímaáttina.

Sýningin Pace 2008 var opnuð í gær með pompi og pragt. Og núna eru þau á sýningunni Erla Jóna, Sigfús, Gunni og David. Við Stacey nenntum ekki. Reyndar hef ég ekki neinar fætur í svona stapp í marga klukkutíma. Ég hef aldrei náð mér alveg eftir brotin og verð bara að lifa með því. Ég er alltaf í sjúkraþjálfun tvisvar í viku nema þegar ég stelst úr landi.

Svo nú er ég bara á hótelinu að slaka á!!Hótelið er vel staðsett, alveg í miðborginni innan um skýjakljúfana og er bara frekar lágreist miðað við þá.. Bara tuttugu og ein hæð!! Við erum fjögur á tólftu hæð en Erla og Fúsi á fimmtándu. Erla segir að það sé af því hún sé bossinn að þau séu hærra..Það er pottþétt!
 
En það er létt yfir hópnum og mikið hlegið. Erla Jóna er hrókur alls fagnaðar. Frábært að ferðast með tengdadótturinni. Við höfum aldrei ferðast saman áður. En kannski gerum við það það oftar.. Það er stutt héðan í allt sem við höfum verið að gera. Stutt í sýninguna, frænkurnar sitt hvoru megin í lítilli fjarlægð á ameríska vísu og Hollywood rétt fyrir ofan í hæðunum. Á eftir ætla ég aðeins að kíkja á sjónvarpið. Bush er að fara að flytja stefnuræðu..eitthvað um allt það góða sem hann hefur áorkað vinurinn.

Við höfum farið aðeins oggulítið í búðir líka.  Ekkert til að tala um. En það er alltaf gaman að kíkja. Ég hef verið að fylgjast aðeins með fréttunum heima og veðrið hefur orðið bilað enn einu sinni. Þær hljóta að fara að klárast þessar kröppu lægðir. Mér skilst að það verði frost þegar við komum heim á föstudagsmorgun..En ég ætla nú að kveðja ykkur að sinni og vona að þið hafið það sem allra allra best.
Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 1164
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 98922
Samtals gestir: 19901
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:37:05