08.02.2008 10:58

Og áfram með fjörið!


 Það er ekki hægt að segja að það sé nein lognmolla úti núna í orðsins fyllstu merkingu!! Það er ekki fyrr hætt að snjóa þegar komið er suðaustan rok og rigning..Já ég ætla að halda mig heima aftur í dag. Svo það gefst tími í blogg, innanhússvinnu og annað slíkt!!!

Og með kvöldinu á veðrið að versna..lengi getur vont versnað.. Ég las á Víkurfréttavefnum að losaðir hafi verið fimm hundruð bílar úr snjónum í Reykjanesbæ í gær!  Sem sagt allt í kös.. Þessu má alveg fara að linna fyrir mér. 

Það er gaman að fylgjast með forsetaframboðsslagnum í Usa. Hver verður næsti forseti? Ellilífeyrisþeginn, konan eða blökkumaðurinn. Á ferð okkar síðast hittum við vini og frændfólk og þar fundum við fyrir aðdáendur allra þriggja..reyndar ekki hjá sama fólkinu. Auðvitað hefur fólk misjafnar skoðanir. Það verður fróðlegt að fylgjast með..

En í sambandi við flug og veður. Það hlýtur að vera óskemmtilegt að bíða upp í flugstöð þessa dagana sólarhringum saman eins og sumir þurfa að gera. Þegar við fórum um daginn vorum við heppin...Allar vélar á áætlun..daginn eftir þurfti fólk að bíða og sofa um alla stöð!

En það er víst hávetur og við búum á Íslandi.. Við vorum bara farin að venjast of góðu undanfarin ár sennilega... Ég hefði gjarnan viljað hafa það þannig áfram. En það sjónarmið kemur líklega með aldrinum..Konný segir til dæmis,,meiri snjó, meiri snjó,,
En ég læt þetta duga að sinni. Góðar stundir.
Kv. ykkar Silla.

Skr.11.25. Já og enn einu sinni í vetur er Samhæfingarstöðin í Reykjavík virkjuð vegna yfirvofandi vonskuveðurs..Vonandi að allt gangi upp og engin slasist í þessum látum.
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 43
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 100973
Samtals gestir: 20407
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 12:20:13