09.02.2008 20:13

Gestir og Spaugstofa..


Æ æ..Ég var að horfa á Spaugstofuna..Þeir eru oftast góðir og líka núna!! Ha.ha.ha.ha.ha. Þeir tóku mjúkt á Borgarmálefnunum og það er fínt. Ég vorkenni Villa vini og gott að hann slapp núna að mestu.. En þetta mál allt er auðvitað ofarlega í huga fólks. Og því að einhver beri einhverja ábyrgð!

 Lesið bloggið hjá Bjössa bróður. Hann vill meina og kannski réttilega að stjórnmálamenn beri aldrei neina ábyrgð. Ég var svolítið hugsi yfir því. Ég sat í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar í tólf ár og var alltaf að hugsa um að gera rétt!!  En kannski hafa sumir aðrar skoðanir á því sem við gerðum þessi ár...Já ef til vill en hvað er rétt ???

En við hjónakornin fórum í kaupstaðinn í dag..Gaman að segja svona eins og í gamla daga..Í kaupstaðinn!!! Og þegar við komum heim....Viti menn. Fylltist ekki allt af góðum gestum!!  Kiddi frændi minn bróðir Hrefnu vinkonu og Ragnhildur konan hans komu rétt á eftir okkur. Yndisleg hjón og gaman að fá þau í heimsókn. Þau voru að koma í fyrsta skipti í Heiðarbæinn. En höfðu áður heimsótt okkur í bílskúrin (Bjössahús).

Og svo komu Hilmar, Guðbjörg, Bárður og Birta til að heimsækja Vikký..og kannski okkur líka. Stundum þegar þau koma finnst mér eins og Eiríkur sé að koma. Þeir eru svo líkir að vexti og jafngamlir Hilmar og Eiríkur. Þau eru svona svolítið eins og krakkarnir okkar og alltaf gaman að fá þau.. Dýravinina okkar. Svo kom Benni með Týru og Brúnó sem ég hafði sleppt út litlu áður og voru komin til hans og vildu bara heimsækja hann.

Við elduðum góðan mat áðan og höfum það nú notalegt í Heiðarbænum. En nú spáir aftur vondu veðri..vonandi ekki jafn slæmu og í gær. En Maddý og Gísli eru mætt í Glaumbæinn en Gísli er eitthvað lasin svo ég veit ekki hvort við kíkjum á þau núna. Og Dísa mín í Jax!!. Ef þú lest þetta sem ég veit að þú gerir... þá biðjum við að heilsa ykkur í Appleton Ave.

En ekki fleira í bili héðan úr Stafneshverfinu.
Kv. Silla.
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101037
Samtals gestir: 20419
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:37:58