14.02.2008 13:19

Óveðurstíð að baki?


Hæ hæ..
Skyldi nú sjá fyrir endann á þessu leiðindaveðri sem hefur staðið yfir síðan í haust. Ekki er nú alveg víst að það sé en eitthvað er þetta rólegra á næstunni. Enn er auðvitað hávetur en um leið og daginn lengir verður t.d snjór ekki eins erfiður. En það huggar mig ekki smáræðis að Sandgerði er Draumasveitarfélagið á Suðurnesjum.. Og það þrettánda í röðinni á landsvísu!!  Alveg satt..og ég veit það!

Ég var á sóknarnefndarfundi í gærkvöldi sem er ekki beint í frásögur færandi!  Ég held bara að fundurinn hafi verið nokkuð góður. Allir mættir og Reynir Sveins að komast til heilsu aftur, vel undirbúinn.. En við þurfum að sinna þó nokkuð áríðandi verkefnum á næstunni. Það varðar bæði kirkjuna okkar á Hvalsnesi og Safnaðarheimilið í Sandgerði. Ærin verkefni framundan..

Ég heyri af fréttum að eitthvað er að ganga saman í ferli kjarasamninga. Vonandi tekur Ríkisstjórnin líka myndarlega á móti með aðilum vinnumarkaðssins. Því ekkert af þessu gengur upp ef ekki er hægt að halda niðri verðbólgu og gera eitthvað í skattamálum. Svo eigum við svokölluð stóra samninganefnd eftir að vera kölluð inn eftir eina ferðina enn þegar eitthvað raunverulegt er í hendi.

Nú hefur komið í ljós að dofinn sem ég sagði ykkur frá hjá Gunna og var að hræða mig er sennilega sykursýki.(Ekki móðursýki) Hann fer á mánudag í nánari athugun og þá fæst endanlegt svar. Dofinn er ekkert farinn en hann bara reynir að lifa við hann.

Svo er svolítið skondið að þegar það kom til umræðu fyrir jól að þetta kynni að vera ástæðan þá hætti hann að fá sér mola með kaffinu sem hann gerði áður, einn af fáum. En einhver hér heima hefur verið að læðast í jólanammið og það er ekki ég!! 

Ég er að lesa smábók sem heitir Stutt og Laggott.. Tilvitnanir í heimsþekkta húmorista..Góð til að kíkja í.. Hér er eitt eftir rithöfundinn Somerset Maugham. Eitt af því óheppilega við þennan heim er að það er mun auðveldara að losa sig við góða ávana en slæma.
 
Það er nefnilega það..Læt þetta duga í bili..Góðar stundir.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101015
Samtals gestir: 20416
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 01:55:11