26.02.2008 21:06

Úti að ganga..


Það var sólskin og gott veður þegar ég fór í göngu í dag. Gunni var að koma úr vinnu og stoppaði bílinn rétt við Hvalsnes. Svo við mættumst og fórum að bílnum..la la la.. Umræðuefnið hugsar einhver nú!  En tímann tók ég og hann var sautján mínútur. Næst verður hann að stoppa fjær og svo áfram með fjörið!

En ég eldaði í vinnudýrin min í dag og fékk mjög góðar undirtektir... En ég var ekki búin að segja ykkur að við fjögur í fyrirtækinu, Fúsi, Erla, Gunni og ég fórum í ferðalag á föstudaginn. Við fórum ásamt um fjörutíu manns upp í Hvalfjörð. Þar heimsóttum við Álverið á Grundartanga. Það verður að segjast eins og er að ég var hissa á hvað allt var fólksvænt eða þannig.

Og við sáum þarna að við getum og vonandi með vistvænni og góðri orku verið með störf sem henta báðum kynjum og fólki á öllum aldri í Helguvík.  Ef við á annað borð getum verið sátt um orkuflutninginn hingað suður, eigum við ekki að hugsa okkur um.

Við erum sennilega nokkuð sátt á þessum hluta Reykjanesskagans en eitthvað þarf örugglega að ræða málin í Vogunum. Um Strandaheiði liggja raflínur sem við þekkjum. En þær verða hærri til álversins... En ekki eins og okkur var sýnt að var lagt fyrir íbúa Voga. Það er afskræming og bara til þess eins fallið að skapa deilur.

En þetta var svona innlegg.. Ég hef verið hrædd við sjónmengunina og allt það sem ég hélt að fylgdi álveri í Helguvík. En eftir að hafa séð með eigin augum starfsemina á Grundartanga og hugsandi um framtíðina hér með tillititi til atvinnu á komandi tíð þá er ég ekki í vafa.

Með framtíðarkveðjum.
Silla.
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 43
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 100937
Samtals gestir: 20393
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 04:04:59